Evrópumót í þorski og ufsa í Ólafsvík

Lið Suður - Afríku við æfingar í Eyjafirði í síðustu …
Lið Suður - Afríku við æfingar í Eyjafirði í síðustu viku. Miðað við þessa mynd er þeir félagar að setja í réttu tegundina en bara þorskur og ufsi telja til stiga í mótinu. Ljósmynd/Skarphéðinn

Evrópumeistaramót í tegundaveiði (Species Competition) í sjóstangaveiði hefst í Ólafsvík í dag. Keppendur eru um sjötíu talsins frá tíu löndum. Flest lönd sem taka þátt senda landslið og sum hver bæði A og B landslið.

Mótið var sett í gær en veitt er í dag og á morgun. Einungis þorskar og ufsar telja til stiga og því stærri sem fiskarnir eru því fleiri stig gefa þeir.
Lið frá Suður–Afríku hefur tekið mótið mjög alvarlega og kom hingað í æfingabúðir í um viku tíma og voru með aðsetur fyrir norðan.

Skarphéðinn segir Suður - Afríska liðið skipað einbeittum og flinkum …
Skarphéðinn segir Suður - Afríska liðið skipað einbeittum og flinkum veiðimönnum. Svo er bara að sjá hvernig þeim gengur fyrir vestan. Ljósmynd/Skarphéðinn

„SADSAA eða South African Deep Sea Angling Association er svokallað tengt félag í okkar Evrópsku samtökum og sendu þeir landslið sitt hingað til þess að taka þátt í mótinu.
Þessir kappar hafa verið hjá mér núna í tæpa viku til þess að undirbúa sig fyrir mótið. Ég er búinn að reyna að þjálfa þá eftir bestu getu og hefur gengið afar vel. Þeir eru afar einbeittir og snjallir veiðimenn.
Það er mín trú að þeir muni standa sig afar vel í mótinu,“ sagði Skarphéðinn Ásbjörnsson sem keppt hefur fyrir Íslands hönd í mótum af þessum toga og er einn af keppundum í Ólafsvík í dag og á morgun.

Keppendur koma frá þessum löndum: Englandi, Belgíu,  Wales, Portúgal,  Skotlandi,  Írlandi, Þýskalandi,  Gíbraltar,  Suður- Afríku og Íslandi.

Veitt er af 23 bátum og er dregið um hver lendir á hverjum bát, og deila þrír til fjórir keppendur báti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert