Í rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor er staðfest mikil uppsveifla í stofnstærð rjúpu í öllum landshlutum, nema á Austurlandi. „Eindregin uppsveifla greindist í öllum landshlutum nema á austanverðu landinu,“ segir í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun.
„Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er stofninn nærri hámarki að stærð, uppsveifla er hafin á Norðausturlandi og Suðurlandi, en á Austurlandi er rjúpum líklega að fækka. Reglubundnar 10–12 ára langar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður og þetta er sérstaklega áberandi á Norðausturlandi. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á stofnbreytingum mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2021–2022 og varpárangri í sumar,“ segir einnig í fréttatilkynningu frá stofnuninni.
Við höfum áður greint frá talningum á einstökum svæðum og mældist þar veruleg aukning og jafnvel svo að menn urðu ánægjulega hissa. Talið var á þrjátíu svæðum í öllum landshlutum og tóku 25 manns þátt í talningunni.
Við heyrðum í formanni Skotveiðifélagi Íslands, SKOTVÍS af þessu tilefni. Áki Ármann Jónsson fagnaði þessum niðurstöðum en ekki síður þeirri staðreynd að mikilvægum gögnum var safnað síðasta veiðitímabil þegar talið var að rjúpnastofninn væri í mikilli lægð.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |