Góð teikn á lofti í laxinum - umræður

Það eru góð teikn á lofti varðandi laxveiðina í sumar. Okkar fremstu vísindamenn staðfesta þetta á sinn varfærna hátt. Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun upplýsir í Sporðakastaspjallinu í dag að í fyrra gengu út tveir árgangar af seiðum, sem eiga að skila sér sem smálaxar í sumar. Hann útskýrir þetta í þættinum.

Sporðakastaspjallið er tekið upp í tilefni þess að í dag hefst laxveiðin formlega á Íslandi. Veiðimenn eru mættir í Þjórsá og næstu daga opna laxveiðiárnar hver á fætur annari.

Gestir spjallsins í dag, fyrir utan Guðna, eru þau Harpa Hlín Þórðardóttir sem hefur svo sannarlega tekist á hendur nýtt og risavaxið verkefni.

Jón Þór Ólason formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem er meðal annars að keppast við að lækka verð á fæðiskostnaði á svæðum félagsins.

Og síðasta en ekki síst Rafn Valur Alfreðsson sem hefur rekið Miðfjarðará í rúman áratug og bætti svo við sig Norðurá fyrir þetta. Rabbi viðurkennir að það hafi verið stór ákvörðun og hafi kallað fram stress.

Verðlagning, hver er bestur í hrognagreftri, ISA veiran og margt fleira í Sporðakastaspjalli dagsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert