Varkárir vísindamenn hafa gefið undir fótinn með bata í laxveiðinni í sumar. Samkvæmt þeirra gögnum eru líkur á að eftir þrjú mögur ár kunni að vera líkur á betri veiði. Ýmis teikn eru þar á lofti. Guðni Guðbergsson sviðstjóri ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun fór yfir tölur og staðreyndir eins og þær blasa við honum, í Sporðakastaspjallinu. Hér má hlusta á hvað Guðni hafði að segja um komandi sumar.
Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur á Sporðaköstum hér á mbl.is
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |