Fjórir menn voru myndaðir við að vitja um net rétt fyrir utan ós Korpu í Reykjavík, nú um helgina. Þeir voru á gúmmíbát og sáust greinilega draga upp net og um borð í bátinn. Snemma í myndbandinu sést að þeir fengu í það minnsta einn fisk í netið en ekki er hægt að greina hvers konar fiskur það var.
Korpa er laxveiðiá og opnar fyrir veiði síðar í mánuðinum. Sporðaköst settu sig í samband við lögreglustöðina á Vínlandsleið í Grafarholti og þar fékkst staðfest að málið væri til skoðunar. Þegar spurt var hvort málið væri til rannsóknar, var ítrekað að það væri til „skoðunar“ svo vitnað sé orðrétt í orð lögreglumanns sem varð fyrir svörum.
Talsmaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem er með ána á leigu og annast rekstur í kringum hana, sagði að málið varðaði við landslög en vísaði að öðru leyti alfarið á lögregluna.
Fjórmenningarnir voru vopnaðir veiðistöngum eins og sést í myndbandinu en það sem vakti athygli er netaveiðin, enda skilningur þeirra sem Sporðaköst ræddi við um málið í morgun að það athæfi væri fjarri því að vera löglegt.
Myndskeiðið sem fylgir fréttinni hefur verið komið til lögreglu og er væntanlega verið að skoða það einnig.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |