Lögreglan „skoðar“ netaveiði við Korpuós

Fjórir menn voru myndaðir við að vitja um net rétt fyrir utan ós Korpu í Reykjavík, nú um helgina. Þeir voru á gúmmíbát og sáust greinilega draga upp net og um borð í bátinn. Snemma í myndbandinu sést að þeir fengu í það minnsta einn fisk í netið en ekki er hægt að greina hvers konar fiskur það var.

Korpa er laxveiðiá og opnar fyrir veiði síðar í mánuðinum. Sporðaköst settu sig í samband við lögreglustöðina á Vínlandsleið í Grafarholti og þar fékkst staðfest að málið væri til skoðunar. Þegar spurt var hvort málið væri til rannsóknar, var ítrekað að það væri til „skoðunar“ svo vitnað sé orðrétt í orð lögreglumanns sem varð fyrir svörum.

Talsmaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem er með ána á leigu og annast rekstur í kringum hana, sagði að málið varðaði við landslög en vísaði að öðru leyti alfarið á lögregluna.

Fjórmenningarnir voru vopnaðir veiðistöngum eins og sést í myndbandinu en það sem vakti athygli er netaveiðin, enda skilningur þeirra sem Sporðaköst ræddi við um málið í morgun að það athæfi væri fjarri því að vera löglegt.

Myndskeiðið sem fylgir fréttinni hefur verið komið til lögreglu og er væntanlega verið að skoða það einnig.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert