Þrettánda árið í röð stóð Krabbameinsfélagið og Brjóstaheill – Samhjálp kvenna fyrir verkefninu „Kastað til bata“í samstarfi við við SVFR og Veiðihornið.
Í ár tóku fjórtán konur þátt í þessu endurhæfingarverkefni og nutu leiðsagnar og aðstoðar níu kvenna úr Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Er það í fyrsta skipti sem allir leiðsögu- og aðstoðarmenn er konur.
Endurhæfingarverkefnið Kastað til bata, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem verkefnið heitir Casting for recovery. Hér á landi var það fyrst kynnt og framkvæmt árið 2010. Allar götur síðan hafa konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein haft aðgang að þessu framtaki. Í ár var farið upp í Langá á Mýrum sem SVFR er með á leigu. Þátttakendum nutu kennslu í undirstöðu atriðum fluguveiði og var dagskráin sambland af inni og útiveru. En af hverju fluguveiði?
„Við sem þekkjum þá tilfinningu að standa ein við árbakkann vitum hversu mikil heilun og núvitund það er að veiða jafnvel þó að enginn fiskur bíti á. Það er því engin furða að þessi aðferð sé notuð sem hluti af bataferli í baráttunni við brjóstakrabbamein. Raunar held ég að veiði gæti hjálpað svo miklu fleirum en það var dásamlegt að njóta samverunnar við þessar konur og þetta var eitthvað fallegt og gefandi fyrir alla,“ sagði Helga Gísladóttir sem var ein af leiðsögumönnunum í ferðinni.
Fyrri daginn sem dvalið var á bökkum Langár var konunum kennt að klæða sig í vöðlur, setja saman stöng og fyrstu köstin tekin úti á túni. Því næst var farið að Langá og konurnar fengu að vaða yfir með aðstoð og því næst að kasta á rennandi vatn. Þetta var mikil upplifun fyrir margar þessara kvenna því fæstar höfðu tekið þátt í neinu svipuðu.
Síðari daginn var farið til veiða og voru miklar framfarir og greinilegt að konurnar nutu þess að kasta á rennandi vatn og gleyma sér í núinu við að fylgja flugulínunni eftir.
„Ánægja og ýmsar útgáfur af þakklæti er það sem situr eftir hjá mér,“ sagði Helga Gísladóttir aðspurð um hvernig hefði til tekist.
Hún vildi sérstaklega þakka Maríu Önnu Clausen í Veiðihorninu sem sá um að lána vöðlur, vesti og allt tilheyrandi fyrir hópinn. Án þessa væri erfitt að framkvæma þetta, sagði Helga.
Ísland er ennþá eina norðurlandið sem tekur þátt í þessu verkefni.
Fyrir utan SVFR og Veiðihornið þá styrktu Garri, Matfugl, Bananar, MS, 66'N, Artasan Eucerin ísland, ofl. verkefnið.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |