Sumir lenda í fleiri ævintýrum en aðrir

Veiðigyðjan verðlaunaði Árni eftir hrakningarnar og dugnaðinn. 117 sentímetrar og …
Veiðigyðjan verðlaunaði Árni eftir hrakningarnar og dugnaðinn. 117 sentímetrar og 17,4 kíló. Þetta gerðist bara í fyrstu köstunum. Ljósmynd/ÁB

Árni Baldursson atvinnuveiðimaður er segull á ævintýri. Hann landaði stórkostlegum fiski nú síðdegis, þá nýkominn til Noregs eftir langt, dýrt og strembið ferðalag. Árni hefur eytt drjúgum tíma vorsins í að elta laxa í Skotlandi. Eftir stutt stopp á Íslandi var komið að ferðalagi til Noregs þar sem hann ætlar að veiða fram í júlí.

Dvölin á Íslandi var notuð til garðstarfa og vildi Árni klára að koma öllum gróðri og beðum í stand heima fyrir áður en hann færi aftur af landi brott. Það tókst með naumindum en hafðist þó. 

Norski laxinn er stærri en sá íslenski, þegar talað er …
Norski laxinn er stærri en sá íslenski, þegar talað er um stórlaxa. Svona fiskar eru samt ekki á hverju strái. Ljósmynd/ÁB

Árni reif sig upp í nótt klukkan þrjú og flaug til Noregs. „Ég náði mér í leigubíl á flugvellinum og bað hann um að skutla mér í veiðihúsið við Gaula. Bílstjórinn kunni enga ensku og vissi minna um Noreg en ég. Ég gat ekki séð betur en að hann væri nýfluttur til landsins frá Afríku. Það var ekki fyrr en ég tók stjórnina að við fórum að nálgast áfangastað. Ég sá bara mælinn snúast og snúast og við keyrðum um allan Noreg,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst. Þegar kúrsinn hafði loksins verið settur réttur lét Árni bílstjórann stoppa við lítið kaupfélag og fór þar inn og verslaði í matinn. Þeir brunuðu svo í veiðihúsið þar sem Árna var vel tekið. „Reikningurinn fyrir leigubílinn var 4,400 norskar. Það er bara svipað og flugið. Um leið og ég var búinn að borga honum þá reykspólaði hann í burtu. Þá fattaði ég að bakpokinn minn með öllum verðmætum hafði gleymst við kaupfélagið. Ég áttaði mig strax á að hann var að fara að stela bakpokanum. Ég fékk einn leiðsögumanninn til að brenna með mig á eftir leigubílnum. Þegar við komum að kaupfélaginu var nú blessunarlega bakpokinn á sínum stað. Ég er hins vegar matarlaus því að mávar höfðu étið allan matinn,“ Árni skellir upp úr. 

„Það er veitingastaður hér í 45 mínútna göngufæri og ég rölti bara þangað í mat. Vonandi eiga þau kjúklingavængi. Fólkið sem tók á móti mér í veiðihúsinu var eins og venjulega ekkert nema elskulegheitin. Þau sögðu að ég myndi fá stóran fisk að launum fyrir þessar hrakningar.“

Árni segist nú hafa verið orðinn býsna þreyttur en rölti samt niður að á og sá þar mann vera að kasta. Ég fór bara á eftir honum og ég var varla búinn að kasta nema nokkur köst þegar þessi líka svakalegi lax tók bara við hælana á kallinum."

Veiðimaður sem kom að þegar viðureignin stóð sem hæst og …
Veiðimaður sem kom að þegar viðureignin stóð sem hæst og hjálpaði Árna að landa skepnunni. Ljósmynd/ÁB

Það er skemmst frá því að segja að hann landaði eftir 45 mínútur svakalegum hæng sem mældist 117 sentímetrar og vigtaði 17,4 kíló eða rétt um 35 pund. Samt ekki hans stærsti en, „Mikið svakalega var hann sterkur og hann tók líklegast um þrjú hundruð metra sprett fljótlega í viðureigninni.“

Laxinn tók Þýska Snældu og eins og Árni lýsti þá er áin um 400 rúmmetrar að vatnsmagni og ekkert dugar nema grjótsökkvandi línur og þungar flugur. „Þetta er engin spariveiði. Bara splass og læti,“ sagði kátur en þreyttur veiðimaður.

Rétt er að geta þess að 4,400 norskar krónur eru rétt um sextíu þúsund íslenskar. „Ég hefði sko getað keypt bílinn fyrir þessa upphæð,“ hló Árni.

Þarna sannast enn og aftur að það er hægt að leggja inn hjá veiðigyðjunni. Garðvinnan og hrakningar urðu til þess að verðlaunin voru ríkuleg.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert