Sannkallaður stórlax úr Borgarfirðinum

Snorri Arnar Viðarsson með þennan líka risavaxna hæng úr Klapparfljótinu …
Snorri Arnar Viðarsson með þennan líka risavaxna hæng úr Klapparfljótinu í Þverá. Hann tók í blálokin á vaktinni. Ljósmynd/SAV

Veiðin í Þverá í Borgarfirði hefur verið róleg eftir ágæta opnun. Fátt hefur borið til tíðinda nema í Kirkjustreng en þar hefur meirihluti veiðinnar verið. Þar var svo í blálokin á kvöldvaktinni í gær að það dró til tíðinda.

Snorri Arnar Viðarsson var að taka síðustu köstin í Klapparfljóti þegar hann fékk kröftuga töku. Og þvílíkur fiskur. Silfurbjartur hængur náðist í háfinn og hann mældist 104 sentímetrar. Þetta eru afar spennandi fréttir því í opnun í Laxá í Leirársveit fyrir nokkrum dögum veiddist 105 sentímetra fiskur. Það er afar áhugavert og ánægjulegt að sjá þessa stórlaxa vera á sveimi á Vesturlandi.

Losað úr fiskinum og undrunarblandinn ánægjusvipurinn á Snorra leynir sér …
Losað úr fiskinum og undrunarblandinn ánægjusvipurinn á Snorra leynir sér ekki. Ljósmynd/SAV

Heimildarmaður okkar vissi ekki hvað flugu hann tók sá stóri en taldi það vera einhvers konar túbu með kón. Eins og myndirnar bera með sér er þetta magnaður fiskur og svo silfurbjartur að það eru ekki margar klukkustundir frá því að hann yfirgaf seltuna og lagði af stað upp Hvíta til að finna svo Þverá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert