Grímsá opnar með níu löxum fyrsta dag

Erlendur veiðimaður með fyrsta laxinn úr Grímsá sumarið 2022. Sá …
Erlendur veiðimaður með fyrsta laxinn úr Grímsá sumarið 2022. Sá veiddist í Laxfossi. Ljósmynd/Hreggnasi

Fyrsti veiðidagurinn í Grímsá var í dag. Veitt var á einungis fjórar stangir og skiluðu þær níu löxum á land. Sérstaka athygli vekur að fimm af þeim voru smálaxar. Þá sáu veiðimenn á ósasvæði Grímsár, Skugga, smálaxa fara þar í gegn.

Fyrsti laxinn veiddist vitanlega í Laxfossi rétt fyrir utan veiðihúsið og var það mjög fljótlega eftir að byrjað var að kasta. Það fór líka þannig að þegar dagurinn var gerður upp hafði Laxfoss gefið fjóra laxa. Tveir veiddust í Langadrætti og sömuleiðis tveir í Strengjum og einn kom úr Þingnesstrengjum. 

Nokkrir laxar misstust eins og til dæmis í Viðbjóði, sem fallegur veiðistaður þrátt fyrir nafnið.

Laxfoss gaf fjóra laxa á opnunardegi. Fimm af níu löxum …
Laxfoss gaf fjóra laxa á opnunardegi. Fimm af níu löxum voru smálaxar. Ljósmynd/Hreggnasi

Jón Þór Júlíusson framkvæmdastjóri Hreggnasa ehf sem er með Grímsá á leigu sagði að menn hefðu hreinlega ekki gefið sér tíma til að fara fram á dal og leita að fiski þar. „Það er alveg klárt að það eru nokkrir tveggja ára þar sem verður gaman að hitta. Þessi opnunardagur var alveg frábær,“ upplýsti Jón Þór í samtali við Sporðaköst.

Þetta er besti opnunardagurinn til þessa á Vesturlandi og þótt víðar væri leitað. Aðeins Urriðafoss gerði betur en þar er ólíku saman að jafna.

Smálaxar hafa verið koma inn í afla í Norðurá og veit það á gott. Stærsti straumur er núna og þá laxagengdin að aukast og ekki vanþörf á, þar sem þetta hefur verið býsna rólegt síðustu daga.

Fyrstu laxarnir eru staðfestir í Stóru – Laxá og greindi Nökkvi Svavarsson sem er í árnefnd Stóru greindi frá því í dag að nefndin hefði verið að störfum og séð tíu stórlaxa, eða 2ja ára fiska og þar af hafi tveir verið í yfirstærð. Þetta var á Hólmabreiðu. Efra svæðið í Stóru – Laxá opnar þann 24.

Veiði hófst í morgun í Laxá á Ásum. Stór lax slapp eftir mikla viðureign neðan við Mánafoss og veiðimaður reisti lax í Langhyl en enginn lax kom á land á fyrri vaktinni. Eru það nokkur vonbrigði því laxar höfðu sést síðust daga á vænlegum tökustöðum. Það var eins og þeir hafi vitað af opnuninni og voru farnir upp á í morgun.

Líf og fjör er í Elliðaánum og voru laxar að stökkva fossinn og fiskar hafa sést á Breiðunni og víðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert