Hörkuveiði búin að vera í Elliðaánum

Hér glímir Ingibjörg Jóhannsdóttir við einn laxinn í Árbæjarhyl, sá …
Hér glímir Ingibjörg Jóhannsdóttir við einn laxinn í Árbæjarhyl, sá tók Arndilly Fancy #16. Mikið er af laxi í þessum hyl. Ljósmynd/Einar Falur

„Það er bara mjög mikið af fiski í Elliðaánum. Ég var að veiða þar í gærmorgun ásamt konu minni og við settum í tólf laxa en lönduðum fimm. Við settum í fisk á öllum svæðunum sex og þetta var bara alveg ótrúleg axjón,“ sagði Einar Falur Ingólfsson veiðipistlahöfundur í Morgunblaðinu í samtali við Sporðaköst.

Fleiri veiðimenn sem Sporðaköst hafa rætt við hafa gert mjög góða veiði í borgarperlunni. Þannig var ein stöng sem setti í fimmtán laxa í fyrradag og landaði tólf þeirra. Sá stærsti var hvorki meira né minna en 89 sentímetrar. Þá var líka slitið úr stórum fiski í Teljarastreng og giskaði veiðimaður á að hann hafi verið á bilinu 80 til 90 sentímetrar.

„Það var ótrúlega mikið af fiska í Hundasteinum og á Hrauninu og við urðum vör við fiska í öllum stöðum sem við fórum á. Við vorum eingöngu með smáar flugur og það var að svínvirka,“ upplýsti Einar Falur.

Allt í keng. Einar Falur tekst á við einn af …
Allt í keng. Einar Falur tekst á við einn af mörgum sem þau settu í í gærmorgun. Ljósmynd/Einar Falur

Hann byrjaði að kasta á efsta veiðistaðinn, Höfuðhyl og setti í fisk nánast í fyrsta kasti. Svo var öll vaktin meira og minna eitthvað að gerast, hvert sem þau fóru.

Sigurður Tómasson veiðivörður við Elliðaárnar staðfesti að mjög líflegt hefði verið í ánni síðustu daga og veiðibókin sýndir 111 laxa miðað við hádegi í gær og er það mun meiri veiði en í fyrra. 7. júlí í fyrra voru komnir 76 laxar á land, þannig að Elliðaárnar eiga töluvert inni í þann tíma.

Spennandi verður að fylgjast með næstu dögum í Elliðaánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert