Hlegið og grátið í Grímsá

Þegar vatnshiti í laxveiðiá fer í tuttugu gráður er nánast sjálfhætt. Fiskurinn dettur úr öllu tökustuði og samkvæmt fræðunum á að vera nánast ómögulegt að fá hann til að taka. En hið ómögulega er oft það sem gerist í laxveiðinni.

Hún Tiggy Pettifer upplifði eitt slíkt kraftaverk í Grímsá sumarið 2019 þegar sól og þurrkar voru í aðalhlutverki það sumarið. Flestum landsmönnum til mikillar gleði en alls ekki öllum. Tiggy var gestur Sporðakasta i Grímsá og vatnshiti var tuttugu gráður. Hún lét það ekki stöðva sig og Jón Þór Júlíusson, einn af leigutökum, var henni til aðstoðar.

Tiggy býr yfir sterkum tilfinningum og er ekki að spara þær, eins og þetta myndskeið sýnir glögglega. 

Klipping og kvikmyndataka: Steingrímur Jón Þórðarson.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka