Spútnikárnar í sumar

Páll Jónsson með 90 sentímetra maríulax sem hann fékk á …
Páll Jónsson með 90 sentímetra maríulax sem hann fékk á Hólmabreiðu. Þórólfur Jarl Þórólfsson leiðsögumaður mundar málbandið. Ljósmynd/ÞS

Almennt er ágætis gangur í laxveiðinni um land allt en þó eru nokkrar ár sem skara fram úr þegar veiðin er borin saman við sama tíma í fyrra. Þær ár sem hafa farið fram úr væntingum og skilað mun meiri veiði en á sama tíma í fyrra, eru Flókadalsá, Stóra – Laxá og þær nágrannar Langá og Laxá í Leirársveit. Þá má ekki gleyma Elliðaánum sem hafa skilað fínni veiði.

En fyrst er það nýr listi yfir aflahæstu laxveiðiárnar, frá angling.is sem Landssamband Veiðifélaga heldur úti. Listinn birtist vikulega og greinir frá heildarfjölda veiddra laxa í viðkomandi á. Ekki er tekið tillit til annarra þátta. Einungis er um að ræða magntölur. Við bætum við í sviga fyrir aftan töluna, hver staðan var í fyrra á sama tíma.

1. Urriðafoss 582 (668)

2. Þverá/Kjarrá 552 (400)

3. Norðurá 520 (533)

4. Ytri – Rangá og Hólsá vesturb. 387 (171)

5. Haffjarðará 287 (265)

6. Elliðaárnar 287 (173)

7. Langá 282 (154)

8. Laxá í Kjós 239 (217)

9. Laxá í Leirársveit 237 (176)

10. Stóra – Laxá 225 (104)

11. Flókadalsá 220 (75)

Við settum líka inn ellefta sætið því þar er þriggja stanga áin Flókadalsá með sína 220 laxa og án efa er það besta veiðiá sumarsins þegar horft er til fjölda laxa per stöng.

Ef fram heldur sem horfir er stutt í að Urriðafoss tapi toppsætinu og að sama skapi er líklegt að Rangárnar og Miðfjarðará eigi eftir að verma sæti ofarlega þegar líður inn í sumarið. Mesta gleðiefnið er að sjá hversu margar ár eru að bæta vel við sig frá því í fyrra. Rétt er þó að hafa í huga að það ár og tvö þar á undan voru töluvert undir meðaltals veiði.

Sérstaka athygli vekur þessi mikla veiði í Flókadalsá og fer hún að nálgast lokatölur síðasta sumars. Það er hundrað laxa vika í Stóru – Laxá á þessum tíma mjög áhugavert og stefnir í frábært sumar í Hreppunum.

Elliðaárnar og Langá bæta hressilega við sig miðað við síðasta sumar og sama má segja um Laxá í Leirársveit sem er að skila mun betri veiði en í fyrra.

Heilt yfir má segja að laxveiðin í sumar fari vel af stað og stefnir í verulega bætingu frá 2021. Þó að veiðin sé almennt betri er undantekningar á því en það er frekar bundið við einstaka ár en landsvæði. Nú eru framunda bestu vikurnar og þá verður fróðlegt að sjá í hvaða magni smálaxinn er að skila sér. En fjöldi smálaxa mun ráða því hvort árið verður þokkalegt eða gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert