„Nú erum við bæði með lax og vatn“

Hilmir Víglundsson með einn þeirra vænu stórlaxa sem veiðst hafa …
Hilmir Víglundsson með einn þeirra vænu stórlaxa sem veiðst hafa í Hofsá undanfarnar vikurk. Ljósmynd/SRP

„Nú erum við bæði með lax og vatn, eins og okkur hefur dreymt um síðustu sumur,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, staðarhaldari við Þverá og Kjarrá.

„Það er mun meira af laxi í ánni en í mörg ár, hann gengur á fullu og veiðin gengur mjög vel. Menn eru að fá lax upp um alla á og lúsugan lax uppi í Kjarrá daglega. Þetta er langbesta ár síðan 2018 og líklega alveg síðan 2015,“ segir hann. Nú þegar besti tíminn í laxveiðiánum á Vesturlandi er runninn upp er myndin af veiðisumrinu og þá sérstaklega vestanlands tekin að skýrast og eru veiðimenn sem rætt er við sammála því að veiðin ætti að minnsta kosti að vera í góðu meðaltali eftir tvö dræm sumur. Í Þverá og Kjarrá hafði 731 lax verið færður til bókar á miðvikudagskvöldið var, sem er, eins og Ingólfur segir, betra fyrir þennan tíma en í mörg ár – og situr áin í öðru sæti yfir þær ár landsins sem flesta laxa hafa gefið.

Nú er tími kröftugra smálaxaganga en Ingólfur segir veiðimenn einnig hafa verið að landa afar vel höldnum stórlöxum síðustu daga. „En eftir þrjú erfið veiðiár vonuðum við að þetta myndi gerast, að við fengjum eðlilegt laxveiðiár. Þverá-Kjarrá gæti alveg farið í tvö þúsund laxa, ég held við séum að sigla inn í eðlilegt ástand.“

Ingólfur segir menn sammála kenningu fiskifræðinga að ástæðan fyrir krappri dýfu í laxagöngum síðustu tvö sumur séu þurrkarnir sumarið 2019, sem hafi leikið seiðin hart. „En nú erum við komin aftur í gegnum það og aftur á beinu brautina!“

Í Þverá-Kjarrá hafa veiðimenn verið að fá upp í 14 til 15 laxa á stöng í holli en meðalveiðin í síðustu viku var tæpir tveir laxar á stöng á dag.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert