„Eins og sumarbúðir fyrir fullorðna“

Silungasafarí á hálendinu. Hljómar spennandi og ávísin á ævíntýri. Norðlingafljót …
Silungasafarí á hálendinu. Hljómar spennandi og ávísin á ævíntýri. Norðlingafljót er vettvangur nokkura slíkra ferða. Ljósmynd/DU

Sil­unga­safarí á há­lendi Íslands um mitt sum­ar hljóm­ar spenn­andi. Ólaf­ur Tóm­as Guðbjarts­son sem vinn­ur und­ir merkj­um Dag­bók urriða hef­ur sett sam­an slík­ar ferðir og njóta þær mik­illa vin­sælda. Sporðaköst freistuðu þess að ná tali af „úti­legu­mann­in­um“ en vita­skuld er hann í litlu síma­sam­bandi á fjöll­um með veiðigræj­urn­ar. „Ég skal senda þér pist­il um þetta, ef það er í lagi,“ sagði Óli í stuttu slitr­óttu sam­tali. Já, veistu það er í góðu lagi. Og mynd­ir. Pist­ill er hér að neðan.

„Safaríferðir Dag­bók­ar urriða snú­ast um að kanna og kort­leggja sam­an. Veiðisvæðum er skipt upp milli veiðimanna og haldið til veiða með kort að vopni. Á kvöld­in er svo farið yfir veiðina og kortið upp­fært svo næstu veiðimenn á hvert svæði viti hvað býður þeirra og hvernig best sé að bera sig að. Með þess­ari sam­vinnu er hægt að kort­leggja ár­svæðin býsna vel og mik­il þekk­ing verður til. Um leið kynn­ast veiðimenn og hafa gam­an sam­an á kvöld­in í hinum ýmsu leikj­um og sprelli.

Enok Jón Kjartansson með væna bleikju sem mældist 55 sentímetrar. …
Enok Jón Kjart­ans­son með væna bleikju sem mæld­ist 55 sentí­metr­ar. Norðlingafljóti er nýr staður á hverj­um degi og þar ræður fjöl­breytt veður mestu. Ljós­mynd/​DU




Safaríferðirn­ar byrjuðu 2021 með tveim­ur ferðum í Norðlingafljót og nutu mik­illa vin­sælda. Því var ákveðið að bæta fleir­um ferðum við árið 2022. Fyrsta ferðin var far­in alla leið til Slóven­íu í apríl. Síðan var það Tungufljót í Skaft­ár­tungu og í júlí tvær ferðir í Norðlingafljót. Í ág­úst verður svo loka­ferðin árið 2022 far­in í Blöndu­kvísl­ar þar sem ég þekki vel til, enda ólst ég upp á svæðinu á þeim tíma er áhrif Blöndu­virkj­un­ar voru að ná há­marki. Í dag hef­ur nátt­úr­an fundið sér sinn far­veg, eins og fróður maður orðaði það svo vel, og svæðið orðið gríðarlega spenn­andi fyr­ir þá sem til­bún­ir eru að leggja á sig göng­una í næsta æv­in­týri.

Þegar þessi orð eru rituð sit ég upp í Álftakrók við Norðlingafljót og býð þreytt­um veiðimönn­um gott kvöld er þeir týn­ast einn og einn inn í eld­hús eft­ir lang­an veiðidag og til­bún­ir að segja sína sögu á kvöld­vök­unni. Ég er sjálf­ur enn skjálf­andi eft­ir að hafa landað mín­um stærsta staðbundna urriða og get ekki beðið eft­ir því að standa upp og segja þá sögu á list­ræn­an hátt. Bar­átta niður 100 metra grjótþakta breiðu við eitt af tröll­un­um í ánni. Veiðin hef­ur verið með ágæt­um í Norðlingafljóti en veðrið set­ur oft strik í reikn­ing­inn. Einn dag­inn er bongó blíða og áin kraum­ar í yf­ir­borðinu, en þann næsta ís­köld þoka. Svona er nú há­lendið bara. All marg­ir veiðimenn hafa fengið sína stærstu sil­unga í þess­um ferðum. Aðrir njóta sam­ver­unn­ar með sín­um lík­um og sjúga í sig fróðleik og verða betri veiðimenn. Hóp­arn­ir hafa verið frá­bær­ir og ljóst að mik­il eft­ir­spurn var eft­ir slík­um ferðum Þar sem veiðimenn kynn­ast öðrum veiðimönn­um. Nú þegar hafa mörg vina­sam­bönd­in mynd­ast, sem er mér hið mesta gleðiefni. Sam­gleðin leyn­ir sér ekki í hús­inu á kvöld­in og það er virki­lega gam­an að upp­lifa slíkt.

Safarístjórinn Ólafur Tómas Guðbjartsson með magnaðan urriða. Einn sá stærsti …
Safa­rí­stjór­inn Ólaf­ur Tóm­as Guðbjarts­son með magnaðan urriða. Einn sá stærsti sem vitað er um úr Norðlingafljóti. Hann var ekki mæld­ur en reynd­ist lengri en háf­ur­inn sem er 68,5 sentí­metr­ar. Skemmti­leg spurn­ing sem ekki verður svarað héðan af. Ljós­mynd/​DU



Norðlingafljót geym­ir stór­bleikj­ur og stór­urriða. Um­hverfið er svo um­lukið sögu bæði harm­leiks og hetju­dáðar. Í þjóðsög­um voru 18 skóla­pilt­ar frá Hól­um drepn­ir í æsi­leg­um elt­inga­leik sem hófst er bænd­ur fundu þá sof­andi í Vopnalág. Þess­ir pilt­ar höfðu gert mik­inn óskunda á heiðinni er þeir komu sér fyr­ir í Surts­helli. Grett­ir hinn sterki var um tíma í úti­legu sinni við Arn­ar­vatn stóra og hjú­in Ey­vind­ur og Halla földu sig við Reykja­vatn. Það gerðu einnig fleiri úti­legu­menn.

Hér er vandað til mælingar. 55 sentímetra bleikja.
Hér er vandað til mæl­ing­ar. 55 sentí­metra bleikja. Ljós­mynd/​DU

Næsta veiðiár, 2023 verður spenn­andi hvað safaríferðirn­ar varðar og byrj­ar aft­ur á heim­sókn til Slóven­íu í apríl. Nokk­ur inn­lend ár­svæði munu svo bæt­ast í hóp­inn og von­andi eitt­hvað meira spenn­andi. Von­andi Græn­land eða Alaska, hver veit. Áhug­inn fyr­ir slík­um hóp­ferðum í álíka formi er greini­lega til staðar enda frá­bær skemmt­un eða eins og ein veiðikona sem kom í eina safaríferðina orðaði það “Þetta er eins og sum­ar­búðir fyr­ir full­orðna.”

Safaríferðirn­ar sem Óli stjórn­ar eru unn­ar í sam­starfi við Fish Partner.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert