Karen með þúsundasta laxinn úr Ytri

Ægisíðufoss í baksýn. Þúsundasti laxinn í Ytri - Rangá veiddist …
Ægisíðufoss í baksýn. Þúsundasti laxinn í Ytri - Rangá veiddist í morgun. ljósmynd/IO

Breska veiðikonan Karen McKay átti frábæran morgun á svæðinu fyrir neðan Ægisíðufoss í Ytri – Rangá. Ekki skemmdi það ánægjuna þegar leiðsögumaðurinn hennar fór í símann eftir löndun á þriðja laxinum og leit upp og tilkynnti henni að þetta hefði verið þúsundasti laxinn á þessu sumri. Karen setti í og landaði þessum á Tjarnarbreiðu.

Veiðin í Ytri – Rangá er svo miklu betri en í fyrra. Hún náði þúsund löxum í fyrra, þann þriðja ágúst. Veiðin í ár er tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra.

Karen McKay með þúsundasta laxinn úr Ytri - Rangá sumarið …
Karen McKay með þúsundasta laxinn úr Ytri - Rangá sumarið 2022. Í fyrra veiddist þúsundasti laxinn 3ja ágúst. Veiðin nú er tvöfalt meiri en í fyrra. ljósmynd/IO

Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters sem rekur Ytri – Rangá þekkir vel til. Hann var staðarhaldari í ánni skömmu eftir aldamót og hefur verið í leiðsögn í henni árum saman. „Síðustu daga hefur þetta verið mjög jöfn og stöðug veiði upp á sextíu laxa á dag og þá er þetta fljótt að telja,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst, eftir að þúsundasta laxinum hafði verið landað. „Ég er búinn að sjá þetta allt. Ég hef verið hérna í ári sem gaf ekki nema sjö hundruð laxa og ég var hérna líka eitt árið þegar veiddust hátt í fimmtán þúsund. En það er alveg ljóst að þetta er miklu betra en síðustu þrjú ár. Það segir samt ekki alla söguna. Það er svo misjafnt hvenær aðalgöngurnar koma. En það var talnaglöggur maður sem var skoða tölfræðina og hann sagði miðað við stöðuna í dag, þá gætum við enda í 4.500 löxum eða 6.800.  Það væri í raun sami rytmi í báðum þeim árum sem hann var að vitna til. Svo vitum við aldrei hvenær stóri hvellurinn kemur eða hversu stór hann verður."

Telurðu að stóru göngurnar séu komnar?

„Ég held að þær eigi eftir að koma. Við fáum örugglega smjörþefinn af þeim í næsta straumi en síðasti straumur var frekar góður í þessu tilliti og öll áin er virk. Öll svæði að gefa fiska og það er líka mjög jákvætt að það hefur verið stígandi í þessu alveg frá opnun." Stefán var spurður hvað hann byggist við mikilli veiði í Ytri þegar upp væri staðið.

„Ég get ekki spáð í það. Þessi tala í dag segir mér svo lítið. Nema að við erum að gera miklu betra en í fyrra. Það eitt og sér gefur manni tilefni til bjartsýni og allir veiðimenn eru brosandi og það er draumastaðan,“ sagði Stefán Sigurðsson býnsa kátur með hvernig fyrsta árið hjá IO með Ytri – Rangá, fer af stað.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert