„Mældi hann þrjátíu sinnum – er 99,4“

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum mælingu …
Það er ekki á hverjum degi sem við fáum mælingu á laxi með aukastaf. En Dagur Árni mældi þennan mjög oft. Niðurstaðan alveg klár 99,4 sentímetrar. Hans stærsti til þessa. Ljósmynd/DÁG

Fyrsti laxinn sem vitað er um úr Sandá í Þjórsárdal kom á land í dag. Það var Dagur Árni Guðmundsson sem setti í hann og landaði á klettinum fyrir neðan göngubrúna. Fiskurinn tók skærgrænan chartruse Sunray. 

Þetta er Sunray útgáfan sem laxinn tók. Hún var hnýtt …
Þetta er Sunray útgáfan sem laxinn tók. Hún var hnýtt fyrir sólríka daga og virkaði líka svona vel. Ljósmynd/DÁG

Hnýtti þessa bara fyrir svona sólríka daga og virkar greinilega. Ég sá laxinn af klettinum fyrir neðan göngubrú. Kastaði nokkrum þyngdum conehead túbum á hann og ekkert gekk. Skautaði þessari svo yfir hann á yfirborðinu og hann kom upp og negldi hana. Ég þurfti að klifra niður klettinn og náði að halda honum í hylnum og háfaði hann áður en hann rauk niður,“ sagði Dagur Árni í samtali við Sporðaköst.

Kominn í háfinn við erfiðar aðstæður.
Kominn í háfinn við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/DÁG

Hann titlar sig veiðimann og leiðsögumann en það þurfti allt að ganga upp til að þessi fiskur kæmi í háfinn. Dagur Árni er lofthræddur en samt klifraði hann niður af klettinum og einn síns liðs háfaði hann laxinn með annarri hendi og stöngina í hinni. „Sem betur fer náði ég að háfa hann áður en hann rauk niður úr. Þá hefði ég sennilega aldrei náð honum.“

Lokamyndin. Hér má betur átta sig á hylnum sem Dagur …
Lokamyndin. Hér má betur átta sig á hylnum sem Dagur Árni veiddi hann í. ljósmynd/DÁG

Þetta er stærsti lax sem hann hefur veitt og mældist hann 99,4 sentímetrar. „Ég mældi hann svona þrjátíu sinnum. Hann er 99,4 sentímetrar. Ég var að vona að hann næði meternum en það var ekki. Er svo geggjaður fiskur og ég er þvílíkt ánægður með hann.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert