Stórfiskasería að hætti Eyjafjarðarár

Sjóbirtingur sem tók svarta straumflugu skammt frá gömlu brúnni við …
Sjóbirtingur sem tók svarta straumflugu skammt frá gömlu brúnni við flugvöllinn. Þetta er á neðsta svæðinu í Eyjafjarðará. Ljósmynd/AS

Eyjafjarðará er ein besta silungsveiðiá landsins. Hvar á landinu og jafnvel í heiminum geta menn landað 72 sentímetra bleikju og 73 sentímetra sjóbirtingi í sömu vikunni? Þetta afrekaði Aron Sigurþórsson í Eyjafjarðará.

Þetta er ein stærsta bleikja sem Sporðaköst hafa frétt af …
Þetta er ein stærsta bleikja sem Sporðaköst hafa frétt af í sumar. Mældist 72 sentímetrar og tók Squirmy á Jökulbreiðu. Ljósmynd/AS

Hann veiddi efsta svæðið í Eyjafjarðará, svæði fimm, í gær og landaði sex bleikjum. Svona lítur serían út. 72, 65, 53, 50, 47 og 45 sentímetra bleikjur. Sú stærsta sem mældist 72 sentímetrar veiddist á Jökulbreiðu og tók þá sívinsælu flugu Squirmy wormy. 65 sentímetra bleikjan tók líka Squirmy. Þessar minni komu svo á Vinyl púpur og Pheasant tail. Hann fékk fiska í Bakkahyljum og Úlfarskrókum og missti tvo í Ármótum, þar sem Torfufellsáin kemur út í Eyjafjarðarána, en það er magnaður veiðistaður.

Þessi bleikja mældist 65 sentímetrar og tók líka hina vinsælu …
Þessi bleikja mældist 65 sentímetrar og tók líka hina vinsælu Squirmy. Ljósmynd/AS

Eyjafjarðaráin er vatnsmikil en var ekki lituð. Aðeins var grámi í Torfufellsánni en það gerði þetta bara veiðilegra.

Síðastliðinn föstudag var Aron einnig á ferðinni í Eyjafjarðaránni og veiddi þá neðsta svæðið eða svæði núll. Við gömlu brúna við flugvöllinn setti hann svarta straumflugu undir og fljótlega setti hann í vænan fisk. Þetta reyndist 73 sentímetra langur sjóbirtingur sem var „spiiiiikaður“ eins og hann skrifaði í skilaboðun til Sporðakasta. Þetta var fyrsta heimsókn Arons á bæði þessi svæði en áður hafði hann aðeins veitt svæði þrjú. Hann sagðist jafnframt hafa þegið góð frá Benjamín Þorra Bergssyni sem þrátt fyrir ungan aldur er þaulkunnugur ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert