Víða erfið vika að baki í laxveiðinni

Fallegur hængur úr Hofsá sem veiddist í vikunni. Áin gaf …
Fallegur hængur úr Hofsá sem veiddist í vikunni. Áin gaf vikuveiði upp á 143 laxa og er komin töluvert yfir lokatöluna í fyrra. Ljósmynd/SRP

Laxveiðin síðustu viku var víða róleg eða erfið, eftir því hvaða orð menn vilja nota yfir það. Í flestum ám dró verulega úr veiði milli vikna og kunna erfiðar aðstæður að spila þar lykilhlutverk.

Sérstaklega er áberandi að vikuveiðin var mun minni á vestanverðu landinu og einnig víða fyrir norðan. Rangárnar gáfu líka minni veiði en vikuna á undan. Einu árnar þar sem var stígandi í veiði voru ár á NA–horni landsins. Bæði Selá og Hofsá hækkuðu sig á listanum og gáfu báðar í kringum 140 laxa viku. Sennilega var vikan einna erfiðust í Laxá í Aðaldal en þar var veiðin aðeins tuttugu laxar og er hún komin í 253 laxa. 

Framundan er stór straumur og verður forvitnilegt að sjá hvort göngur halda áfram á Austurlandi.

Hér má sjá topplistann eftir síðustu viku. Fyrsta talan er heildarveiði miðað við lok veiðidags í gærkvöldi. Síðan kemur tala innan sviga og er það veiðin á sama tíma í fyrra. Næst kemur tala yfir vikuveiðina og loks innan sviga vikuveiðin í vikunni þar á undan. Við bætum nú við tölu fyrir sömu viku í fyrra.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 2.090 (1.417) Vikuveiði 383 (525). 2021 – 358

2. Eystri – Rangá 1.694 (1.605) Vikuveiði 372 (467). 2021 – 313

3. Þverá/Kjarrá  1.068 (957) Vikuveiði 76 (127). 2021 – 74

4. Norðurá 996 (1.125) Vikuveiði 66 (129). 2021 – 95

5. Miðfjarðará 837 (989) Vikuveiði 162 (223). 2021 – 170

6. Urriðafoss 798 (805) Vikuveiði  (36). 2021 – 15 *Vantar nýjar tölur

7. Langá  650 (523) Vikuveiði 43 (82). 2021 – 29 

8. Hofsá 641 (346) Vikuveiði 143 (134). 2021 – 63

9. Selá 637 (480) Vikuveiði 137 (103). 2021 – 85

10. Haffjarðará 635 (624) Vikuveiði 62 (76). 2021 – 36

11. Elliðaár  581 (407) Vikuveiði 54 (70). 2021 – 31

12. Laxá í Kjós 580 (511) Vikuveiði 50 (134). 2021 – 36

13. Laxá á Ásum 535 (418) Vikuveiði 86 (74) 2021 – 57

14. Jökla 520 (392) Vikuveiði  80 (80). 2021 – 98

15. Laxá í Leirársveit 497 (511) Vikuveiði (100). 2021 – 41 *Vantar nýjar tölur

16. Blanda 490 (399) Vikuveiði 57 (107). 2021 – 28

17. Grímsá  456 (382) Vikuveiði (53). 2021 – 65 *Vantar nýjar tölur

18. Stóra – Laxá 444 (289) Vikuveiði 37 (67). 2021 – 13

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert