Víða erfið vika að baki í laxveiðinni

Fallegur hængur úr Hofsá sem veiddist í vikunni. Áin gaf …
Fallegur hængur úr Hofsá sem veiddist í vikunni. Áin gaf vikuveiði upp á 143 laxa og er komin töluvert yfir lokatöluna í fyrra. Ljósmynd/SRP

Laxveiðin síðustu viku var víða róleg eða erfið, eftir því hvaða orð menn vilja nota yfir það. Í flestum ám dró verulega úr veiði milli vikna og kunna erfiðar aðstæður að spila þar lykilhlutverk.

Sérstaklega er áberandi að vikuveiðin var mun minni á vestanverðu landinu og einnig víða fyrir norðan. Rangárnar gáfu líka minni veiði en vikuna á undan. Einu árnar þar sem var stígandi í veiði voru ár á NA–horni landsins. Bæði Selá og Hofsá hækkuðu sig á listanum og gáfu báðar í kringum 140 laxa viku. Sennilega var vikan einna erfiðust í Laxá í Aðaldal en þar var veiðin aðeins tuttugu laxar og er hún komin í 253 laxa. 

Framundan er stór straumur og verður forvitnilegt að sjá hvort göngur halda áfram á Austurlandi.

Hér má sjá topplistann eftir síðustu viku. Fyrsta talan er heildarveiði miðað við lok veiðidags í gærkvöldi. Síðan kemur tala innan sviga og er það veiðin á sama tíma í fyrra. Næst kemur tala yfir vikuveiðina og loks innan sviga vikuveiðin í vikunni þar á undan. Við bætum nú við tölu fyrir sömu viku í fyrra.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 2.090 (1.417) Vikuveiði 383 (525). 2021 – 358

2. Eystri – Rangá 1.694 (1.605) Vikuveiði 372 (467). 2021 – 313

3. Þverá/Kjarrá  1.068 (957) Vikuveiði 76 (127). 2021 – 74

4. Norðurá 996 (1.125) Vikuveiði 66 (129). 2021 – 95

5. Miðfjarðará 837 (989) Vikuveiði 162 (223). 2021 – 170

6. Urriðafoss 798 (805) Vikuveiði  (36). 2021 – 15 *Vantar nýjar tölur

7. Langá  650 (523) Vikuveiði 43 (82). 2021 – 29 

8. Hofsá 641 (346) Vikuveiði 143 (134). 2021 – 63

9. Selá 637 (480) Vikuveiði 137 (103). 2021 – 85

10. Haffjarðará 635 (624) Vikuveiði 62 (76). 2021 – 36

11. Elliðaár  581 (407) Vikuveiði 54 (70). 2021 – 31

12. Laxá í Kjós 580 (511) Vikuveiði 50 (134). 2021 – 36

13. Laxá á Ásum 535 (418) Vikuveiði 86 (74) 2021 – 57

14. Jökla 520 (392) Vikuveiði  80 (80). 2021 – 98

15. Laxá í Leirársveit 497 (511) Vikuveiði (100). 2021 – 41 *Vantar nýjar tölur

16. Blanda 490 (399) Vikuveiði 57 (107). 2021 – 28

17. Grímsá  456 (382) Vikuveiði (53). 2021 – 65 *Vantar nýjar tölur

18. Stóra – Laxá 444 (289) Vikuveiði 37 (67). 2021 – 13

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert