Áfram veisla í Vopnafirði

Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt …
Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt fyrir neðan Tröllafoss. Árni Kristinn Skúlason er klár með háfinn. Ljósmynd/Anne Wangler

Þær systur í Vopnafirði, Hofsá og Selá eru enn í góðum gír og gáfu fína vikuveiði í síðustu viku. Hofsá fór í 180 laxa og Selá var með 140 laxa. Á svipuðum stað var Miðfjarðará með 148 laxa síðustu viku og meira að segja Norðurá gaf ríflega hundrað laxa sem er ekki sjálfgefið um miðjan ágúst á þeim bænum. Flestar ár á topp tuttugu listanum bæta aðeins við sig frá því í fyrra. Þó er það ekki algilt. Almennt er orðið ljóst að veiðisumarið 2022 flokkast sem frekar lélegt sumar þegar kemur að veiðitölum í laxveiði. Þó eru nokkrar jákvæðar sögur innan um. NA – hornið er mun betra en í fyrra og þar ágæt veiði. Á það við allar árnar á svæðinu. Svalbarðsá, Sandá, Miðfjarðará, Hofsá og Selá og Jökla er einnig á fínu róli.

Laxá í Dölum er með mun betri veiði en í fyrra þó að hún komist ekki inn á topp tuttugu listann en hún gaf 109 laxa í síðustu viku. Gott vatn hefur verið í Dölunum í sumar og spurning hvort september veiðin verður þá minni en fyrri ár. Leirvogsá er búin að eiga fínt sumar og hafa veiðst þar 324 laxar á aðeins tvær stangir. Það er sennilega einhver besta veiði per stöng sem Ísland hefur boðið upp á í sumar.

Hér má sjá topplistann eftir síðustu viku. Fyrsta talan er heildarveiði miðað við lok veiðidags í gærkvöldi. Síðan kemur tala innan sviga og er það veiðin á sama tíma í fyrra. Næst kemur tala yfir vikuveiðina og loks innan sviga vikuveiðin í vikunni þar á undan. Við bætum nú við tölu fyrir sömu viku í fyrra.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 2.507 (1.799) Vikuveiði 417 (383). 2021 – 382

2. Eystri – Rangá 2.074 (1.873) Vikuveiði 380 (372). 2021 – 268

3. Þverá/Kjarrá  1.151 (1.017) Vikuveiði 83 (76). 2021 – 60

4. Norðurá 1.099 (1.209) Vikuveiði 103 (66). 2021 – 84

5. Miðfjarðará 985 (1.123) Vikuveiði 148 (162). 2021 – 134

6. Hofsá  821 (420) Vikuveiði 180 (143). 2021 – 74

7. Urriðafoss 798 (805) Vikuveiði  (36). 2021 – 15 *Vantar nýjar tölur

8. Selá 751 (559) Vikuveiði 114 (137). 2021 – 79

9. Langá  697 (580) Vikuveiði 47 (43). 2021 – 57 

10. Haffjarðará 685 (662) Vikuveiði 50 (47). 2021 – 38

11. Elliðaár 662 (440) Vikuveiði 81 (54). 2021 – 33

12. Laxá í Leirársveit 625 (533) Vikuveiði 53 (75). 2021 – 22

13. Laxá á Ásum 611 (444) Vikuveiði 76 (86) 2021 – 26

14. Laxá í Kjós 608 (529) Vikuveiði 28 (50). 2021 – 18

15. Jökla 583 (480) Vikuveiði  63 (80). 2021 – 88 

16. Grímsá  577 (437) Vikuveiði 66 (55). 2021 – 55

17. Blanda 531 (407) Vikuveiði 41 (57). 2021 – 8 

18. Stóra – Laxá 495 (314) Vikuveiði 51 (37). 2021 – 25

19. Hítará 490 (375) Vikuveiði 45 (50). 2021 – 17

20. Víðidalsá 487 (461) Vikuveiði 65 (91). 2021 – 50

Tölurnar er fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is en útreikningarnir eru á ábyrgð Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert