Með stöngina í klofinu þegar tröllið tók

Alsæll Trausti Arngrímsson með 104 sentímetra hæng. Alvöru krókódíll, eins …
Alsæll Trausti Arngrímsson með 104 sentímetra hæng. Alvöru krókódíll, eins og þeir eru oft kallaðir á þessum tíma hængarnir sem eru orðnir legnir og hafa tekið lit. Ljósmynd/MV

Það er alveg óvíst hvorum brá meira, veiðimanni eða stórlaxinum á Iðunni þegar sá síðarnefndi tók flugu þess fyrrnefnda. Trausti Arngrímsson var að veiða ásamt félaga sínum, Margeiri Vilhjálmssyni og vaktin var að klárast. Trausti ákvað að velja eina flugu í lokin og kom stönginni vel fyrir milli fóta sér og tók upp fluguboxið. Um leið og hann opnaði boxið var rifið af krafti í línuna. Klukkan var 12:50, að sögn Trausta. Hann meiddist ekki við þetta snögga og mikla átak en náði að koma fluguboxinu í vasa og rétta upp stöngina og hefja baráttu við einn stærsta lax sem landað hefur verið á Íslandi í sumar.

„Ég var með Black Ghost túbu undir og góðan krók og tók fantalega á honum,“ sagði Trausti í samtali við Sporðaköst. Margeir háfaði hann meistaralega á slaginu klukkan eitt." Heyra mátti ósvikna gleðina og stoltið í rödd í Trausta þegar hann svaraði; „Já þetta er minn langstærsti.“

Eins og Trausti sagði. Þessi mynd segir allt.
Eins og Trausti sagði. Þessi mynd segir allt. Ljósmynd/MV

Það hefur verið minna um veiða og sleppa á Iðunni en víða annars staðar. Það var því af nokkurri varkárni sem næsta spurning var borin fram. Slepptirðu honum?

Það stóð ekki á svari. „Já. Að sjálfsögðu.“

Í sameiningu mældu þeir fiskinn og stóð hann 104 sentímetra. Einum sentímetra styttri en Ásalaxinn sem breskur lávarður veiddi í Langhyl. Jafn langur Þverárlaxinum sem Snorri Viðarsson veiddi 15. júní.

Að lokinni mælingu. Staðfestur 104 sentímetrar og sleppt.
Að lokinni mælingu. Staðfestur 104 sentímetrar og sleppt. Ljósmynd/MV

Hversu magnað var þetta?

„Skoðaðu myndirnar. Ég held að þær segi allt,“ sagði Trausti sem er öllum hnútum kunnugur í laxveiði og vinnur meðal annars við leiðsögn í Ytri – Rangá. Þetta er rétt hjá Trausta. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

Athugasemd

Nokkrar athugasemdir vegna fréttarinnar hafa borist. Bent var á að þetta er Hvítá við Iðu og leiðréttist það hér með. Hins vegar er svæðið oft kallað Iðan og féll blaðamaður í þá gryfju að kalla svæðið bara Iðuna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert