Hofsá rauf þúsund laxa múrinn í ágúst

Lax númer þúsund í Hofsá í sumar. Veiddur í Fossi …
Lax númer þúsund í Hofsá í sumar. Veiddur í Fossi 1 í dag. Sumarið 2020 fór Hofsá í 1.017 laxa og þá veiddist sá þúsundasti 20. september. Elvar Örn Friðriksson er hér með þennan merkislax. Ljósmynd/Haukur B. Sigmarsson

Þúsundasti laxinn í Hofsá í sumar veiddist í dag. Veiðin í Hofsá hefur verið mun betri í ár en mörg undanfarin ár. Síðast fór áin yfir þúsund laxa, sumarið 2020. Þá endaði hún í 1.017 löxum og veiddist sá þúsundasti 20. september. Þar áður hafði hún náð þessari tölu árið 2013 þegar 1.160 laxar veiddust. Síðasti áratugur hefur verið frekar rýr í Hofsá sérstaklega árin 2014 til 2019. Veiði í Hofsá lýkur ekki fyrr en langt er liðið á september svo ljóst má vera að hún endar í tölu á bilinu 1.200 til 1.300 sem yrði þá besta veiði frá árinu 2007.

Það var Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna eða North Atlantic Salmon Fund (NASF) sem setti í og landaði þúsundasta laxinum í Hofsá í dag. Fiskurinn veiddist á einum efsta veiðistað árinnar í Fossi 1. Þúsundasta eintakið var Hofsá til sóma eða 85 sentímetra hrygna og tók hún lítinn Frances kón. 

Ljóst er að næsta ár lítur vel út fyrir Hofsá því mikið er af smálaxi í ánni sem gefur góð fyrirheit um að tveggja ára laxinn muni skila sér í meira mæli á næsta ári.

Laxveiðin á NA – landi hefur verið undantekningin frá slöku meðalsumri sem annars einkennir veiðina í öðrum landshlutum.  Selá, Hofsá, Jökla, Sandá, Svalbarðsá og Hafralónsá eru allar á góðu róli og eru að skila mun betri veiði en í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert