Maðkaopnunin fór yfir 700 laxa

Jakob Hallgeirsson með nokkra laxa úr hollinu sem samtals landaði …
Jakob Hallgeirsson með nokkra laxa úr hollinu sem samtals landaði 704 löxum. Ljósmynd/IO

Sannkölluð veisla var í Ytri – Rangá síðustu daga þegar maðkaopnunarhollið var við veiðar. Hollið hóf veiði á föstudag og lauk störfum á hádegi í dag. Veitt var í fjóra daga á átján stangir. Samtals veiddust 704 laxar í hollinu.

Mikil veiði er iðulega í þessu holli en þá er opnað fyrir veiði með maðki og spún, en fram til þessa hefur einungis verið veitt á flugu í Ytri. Nú er blandað agn leyft út veiðitímann. Með þessu holli er áin að nálgast fjögur þúsund laxa sem er mun betri veiði en verið hefur síðustu ár í Ytri – Rangá. Í fyrra veiddust 3.467 laxar og 2.642 laxar sumarið 2020.

Heildartalan sem hollið náði er á við veiði í góðri laxveiðiá það sem af er sumri. Þannig höfðu Elliðaárnar gefið 718 laxa um síðustu mánaðamót og Laxá í Leirársveit 673 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert