Síðsumarsárnar taka misvel við sér

Bæring Jón Guðmundsson með lax úr Skógá sem hann veiddi …
Bæring Jón Guðmundsson með lax úr Skógá sem hann veiddi um helgina. Hann og félagar hans lönduðu 14 fiskum á laugardag og 12 á sunnudag. Ljósmynd/BJG

Þær ár sem síðastar fara í gang í laxveiðinni eru sunnlensku árnar, Affall, Þverá, Skógá og Vatnsá. Veiði í þessum ám byggir alfarið á sleppingum seiða. Vissulega eiga þær misjöfnu gengi að fagna. Affallið er að skila góðri veiði og nokkuð ljóst að áin mun enda á topp tíu listanum. Þverá hefur ekki náð sér á strik þó svo að hún sé í næsta nágrenni og byggi á sömu formúlu.

Skógá er enn nokkurt spurningamerki en þar hafa komið magnaðir dagar inn á milli. Þannig skilaði helgin þar 26 löxum sem með því besta sem gerst hefur þar í sumar. Veður hefur haft mikið og segja og kaldir morgnar hafa leitt til þess að áin vaknar ekki fyrr en síðdegis.

Önnur staðreynd sem er afar áhugaverð er að aflinn til þessa er nánast eingöngu hængar. Afar ólíklegt verður að teljast að þau seiði sem voru hrygnur hafi drepist í meira mæli en hængarnir. Þá má fastlega búast við að þær komi næsta sumar og þá sem stórlaxar eftir tvö ár í sjó. Verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim efnum.

Loks er það Vatnsá sem hefur líka verið mjög róleg. Hún hafði ekki gefið nema 46 laxa um miðjan mánuðinn, samkvæmtangling.is, sem er vefur Landssambands veiðifélaga og birtir vikulega tölur yfir laxveiði í fjölmörgum ám.

Lúðvík Lúðvíksson með þann lúsuga úr Hnausastreng í síðustu viku. …
Lúðvík Lúðvíksson með þann lúsuga úr Hnausastreng í síðustu viku. Óvanalegt að sjá lúsugan stórlax í Vatnsdalsá um miðjan september. Ljósmynd/Vatnsdalsá

Lúsugur stórlax í Vatnsdal

Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið afskaplega róleg í sumar. Stefnir hún í að verða á svipuðu róli og í fyrra þegar hún gaf 421 lax. Hún hefur átt lélegri ár en líka fjölmörg mun betri. Athygli vekur að nágranninn Víðidalsá er með um tvöfallt betri veiði. um 380 í Vatnsdal en um 740 í Víðidal. Oftast nær hafa þessar ár fylgst nokkuð að í aflatölum.

Athygli vakti í síðustu viku þegar lúsugur níutíu sentímetra hængur veiddist í Hnausastreng. Þar var að verki Lúðvík Lúðvíksson og er hann öllu vanur í Vatnsdal. Landaði til að mynda 102 sentímetra hrygnu þar haustið 2019. Björn K. Rúnarsson, leigutaki í Vatnsdal var spurður um hvort algengt væri að lúsugir laxar veiddust þar svo seint á sumri. „Við höfum stundum fengið smálaxa á þessum tíma með lús, en ég man ekki stórlaxi um þetta leiti.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert