Suðurland með flestar ár á topplistanum

Rennt fyrir lax í Þjórsá. Hún er ein af fjórum …
Rennt fyrir lax í Þjórsá. Hún er ein af fjórum ám á Suðurlandi sem er á topp tíu listanum yfir aflahæstu laxveiðiárnar í sumar. mbl.is/Einar Falur

Lokatölur úr laxveiðinni eru nú að koma í hús og fyrstu árnar eru þegar búnar að loka. Enn er tæpur mánuður eftir í sunnlensku sleppiánum. Rangárnar áttu báðar ágætis viku og skiluðu báðar veiði yfir tvö hundruð laxa. Miðfjarðará kom sér í gamalkunnugt sæti, sem er þriðja sætið á listanum og og þar með í efsta sæti yfir náttúrulegar laxveiðiár. Lokaspretturinn í Vopnafirði er drjúgur og bæði Selá og Hofsá tryggja sig inn á topp tíu listann. Þá er ánægjuefni að sjá Langá skríða yfir þúsund laxa múrinn, en þar eru nú síðustu veiðidagarnir.

Affallið kom sér inn á topp tíu listann með hundrað laxa viku og líklegt að Affallið eigi eftir að fara hærra á listanum.

Þegar horft er á landshluta er Suðurland með fjórar af topp tíu ánum. Það eru báðar Rangárnar, Affalið og Urriðafoss. Hofsá og Selá eru fulltrúar NA – lands. Vesturland geymir þrjár af þessum lista og eru það, Norðurá, Þverá/Kjarrá og Langá. Miðfjarðá er svo fulltrúi Norðurlands.

Endaspretturinn í mörgum ám verður áhugaverður og má þar nefna Laxá í Kjós, Stóru – Laxá og Laxá í Dölum, sem eru allar þekktar fyrir góða september veiði.

Við birtum hér topp tíu listann og í sviga fyrir aftan er fjöldi laxa sem höfðu veiðst á sama tíma í fyrra. Þriðja talan er svo vikuveiði síðustu viku.

1. Ytri – Rangá og Vesturb. Hólsár 4.442 (3.082) Vikuveiði 209

2. Eystri – Rangá 3.412 (2.886) Vikuveiði 221

3. Miðfjarðará 1.474 (1.796) Vikuveiði 81

4. Þverá/Kjarrá  1.414* Von á lokatölum

5. Norðurá 1348 (1.431) Lokatölur

6. Hofsá 1.211 (601) Vikuveiði 66

7. Selá 1.164 (764) Vikuveiði 47

8. Langá  1.038 (785) Vikuveiði 78

9. Urriðafoss 983 *Nýjar tölur vantar

10. Affallið 870 *Vantar tölur 2021. Vikuveiði 100

Þessar tölur eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga angling.is og þar má finna upplýsingar um fjölmargar laxveiðiár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert