Kursk spennandi í haustveiðina

Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt.
Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt. Ljósmynd/Veiðihornið

Haust­veiðin kall­ar oft á breytt­ar áhersl­ur í veiðinni. Með kóln­andi veðri fylg­ir oft töku­leysi og lax­inn er bú­inn að sjá flest­ar flug­ur og það oft. Hann er lagst­ur og far­inn að huga að hrygn­ingu. Það er við þess­ar aðstæður sem oft þarf að taka fram þunga­vopn­in. Við leituðum í smiðju Ólafs Vig­fús­son­ar í Veiðihorn­inu sem oft hef­ur gefið ráð um flug­ur fyr­ir les­end­ur Sporðak­asta.

„Haustið er oft tími þungu túb­anna. Þegar kólna fer og fisk­ur leggst er oft þörf á því að koma flug­um djúpt og hratt niður til hans. Oft hjálp­ar það líka til að nota öðru­vísi flug­ur en þær sem búið er að sýna hon­um svo oft áður. Ég vil nefna til sög­unn­ar Kursk Frances, sagði Óli í sam­tali við Sporðaköst.

Kursk Frances eru þræddar eins og gárutúbur. Óli mælir með …
Kursk Frances eru þræddar eins og gárutúbur. Óli mælir með því að nota taumaefni sem þolir mikið hnjask. Ljósmynd/Veiðihornið

Hvernig er þessi frá­brugðin?

„Kursk túbu­haus­inn er frá­brugðinn öðrum að mörgu leiti. Kursk tungsten túb­ur eru mun þyngri en flest­ar aðrar en það sem sker Kursk túburn­ar frá öll­um öðrum er það að túb­an er ekki þrædd að fram­an líkt og hefðbundn­ar þung­ar túb­ur held­ur er taum­ur­inn þrædd­ur inn um hlið hauss­ins líkt og á gárutúb­um. Þetta ger­ir það að verk­um að túb­an hreyf­ist með allt öðrum hætti í vatni en all­ar aðrar túb­ur. Kursk Francestúb­ur hafa verið í leyni­hólf­um nokk­urra veiðimanna hér á landi í ár og í fyrra­haust og hafa heyrst marg­ar ótrú­leg­ar sög­ur af afla­brögðum þeirra.

Best er að nota stíft tauma­efni sem þolir mikið hnjask og nún­ing eins og Max­ima Chameleon sem sannað hef­ur sig í ára­tugi. Nú þegar haustið er komið ættu all­ir veiðimenn sem eru á leið í síðustu túr­ana í sjó­birt­ing og lax að eiga nokkr­ar Kursk Francestúb­ur í boxum sín­um. Það er nóg eft­ir, meira en mánuður er eft­ir af veiðitím­an­um.“

Þó svo að marg­ar laxveiðiár séu að loka þessa dag­ana er víða veitt langt fram í októ­ber. Gild­ir það bæði í ám sem byggja á seiðaslepp­ing­um og einnig sjó­birt­ings­án­um. Þannig er veitt í Rangán­um báðum fram til 20 októ­ber og einnig í Affalli, Þverá og Skógá svo ein­hverj­ar séu nefnd­ar.

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert