Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.
Flókadalsá er með tæpa tvo laxa á stöng á dag. Það þýðir að hver veiðimaður þar í sumar veiddi á þremur dögum að meðaltali sex laxa, að því gefnu að hann hafi verið einn á stöng. Á móti kemur að hafi sami veiðimaður farið í Langá, sem er með hlutfallið 1,00 laxar á stöng á dag, hefði hann mátt búast við að ná þremur löxum í þriggja daga holli. Það hefði líka samkvæmt meðaltalinu gert það að verkum að veiðifélagi hans hefði núllað.
Hér að neðan er listinn yfir árnar þar sem miðað er við veiði á dagstöng. Þessi listi er unninn út frá upplýsingum áangling.is, eins og tölurnar standa núna. Landssamband veiðifélaga heldur úti þeim vef. Flestar ár eru búnar að birta lokatölur. Reikniformúlan er einföld. Fjöldi stanga í viðkomandi á deilt með fjölda veiddra laxa. Við tökum þetta enn lengra og deilum í með 90, sem er fjöldi veiðidaga í flestum ám. Þá kemur út hver veiðin er á stöng á dag að meðaltali. Það er hinn raunsanni mælikvarði á hversu mikil veiðivon var í einstökum ám. Hér er ekki tekið tillit til verðs, þjónustu, tímabils eða slíkra þátta. Eingöngu er horft á tölur.
Innan sviga við hverja veiðiá er fjöldi stanga. Næsti dálkur tilgreinir heildarveiði og innan sviga er fjöldi laxa á hverja stöng yfir sumarið. Loks er það svo lax á hverja stöng á dag og innan sviga sama hlutfall í fyrra. Þá má sjá hvort veiði hafi aukist eða minnkað.
Veiðisvæði Heildarveiði/per stöng Á stöng á dag
Urriðafoss (4) 983 (246) 2,73 (2,29)
Leirvogsá (2) 455 (228) 2,53 (1,55)
Laxá á Ásum (4) 820 (205) 2,28 (1,66)
Selá í Vopnafirði (6) 1.164 (194) 2,15 (1,41)
Flókadalsá (3) 519 (173) 1,92 (1,04)
Hofsá í Vopnaf. (7) 1.211 (173) 1,92 (0,95)
Andakílsá (2) 327 (164) 1,82 (2,88)
Miðfjarðará (10) 1.522 (152) 1,69 (2,00)
Haffjarðará (6) 870 (145) 1,61 (1,70)
Elliðaár (6) 798 (133) 1,48 (1,14)
Laxá í Leirársveit (6) 800 (133) 1,48 (1,51)
Tungufljót (4) 526 (131) 1,46 (*)
Laxá í Dölum (6) 761 (127) 1,41 (1,89)
Laxá í Kjós (8) 1.017 (127) 1,41 (1,47)
Svalbarðsá (3) 381 (127) 1,41 (0,88)
Hítará (6) 708 (118) 1,31 (0,76)
Jökla (8) 803 (100) 1,16 (0,75)
Þverá/Kjarrá (14) 1.448 (103) 1,15 (1,10)
Grímsá (8) 827 (103) 1,15 (1,05)
Víðidalsá (8) 810 (101) 1,12 (1,02)
Hafralónsá (4) 388 (97) 1,08 (0,63)
Norðurá (15) 1.352 (95) 1,05 (1,06)
Stóra - Laxá (10) 934 (93) 1,03 (0,62)
Langá (12) 1.077 (90) 1,00 (0,77)
Straumfjarðará (4) 348 (87) 0,97 (1,02)
Hrútafjarðará (3) 257 (86) 0,95 (1,38)
Haukadalsá (5) 366 (73) 0,81 (0,81)
Blanda (8) 577 (72) 0,80 (0,58)
Vatnsdalsá (6) 415 (69) 0,77 (0,79)
Mýrarkvísl (4) 272 (68) 0,75 (0,50)
Laxá í Aðaldal (12) 402 (34) 0,37 (0,37)
* Ekki tiltækar tölur frá í fyrra.
Svo er hægt að fara inn á angling.is og finna sína á og reikna út þetta hlutfall. En listinn er ansi frábrugðinn þeim lista þar sem eingöngu er horft til heildartölu, óháð fjölda stanga.
Þar sem enn er nokkuð eftir af veiðitíma í Rangánum og fleiri ám á því svæði, eru þær ekki teknar inn í þennan útreikning. Þá er líka vert að hafa í huga að uppgefinn fjöldi stanga er tekinn af angling.is en þar geta hafa orðið breytingar. Má nefna að í Miðfjarðará er veitt á sex stangir fyrri hluta veiðitímans og myndi það hækka hlutfallið þar verulega, væri tekið tillit til þess. Sama má segja um Laxá í Dölum en þar er veitt á fjórar stangir framan af veiðitímanum. Laxá í Kjós er einnig með færri stangir framan af veiðitíma. Þá er líka vert að hafa í huga með Jöklu og Blöndu að þar náðist ekki níutíu daga veiðitími og hlutfallið þar því í raun hærra en þessi reikniformúla gefur til kynna.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |