Hvar var besta veiðin sumarið 2022?

Stefán og Harpa fagna fyrsta laxinum á Íslandi 2022. Landeigandinn …
Stefán og Harpa fagna fyrsta laxinum á Íslandi 2022. Landeigandinn Haraldur Einarsson er sáttur. Urriðafoss gaf mesta veiði á dagsstöng sumarið 2022, eða 2,73 laxa. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.

Flókadalsá er með tæpa tvo laxa á stöng á dag. Það þýðir að hver veiðimaður þar í sum­ar veiddi á þrem­ur dög­um að meðaltali sex laxa, að því gefnu að hann hafi verið einn á stöng. Á móti kem­ur að hafi sami veiðimaður farið í Langá, sem er með hlut­fallið 1,00 lax­ar á stöng á dag, hefði hann mátt bú­ast við að ná þremur löxum í þriggja daga holli. Það hefði líka sam­kvæmt meðaltal­inu gert það að verk­um að veiðifé­lagi hans hefði núllað.

Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt …
Jón Stefán Hannesson þreytir lax í Rennum í Leirvogsá, skammt fyrir neðan Tröllafoss. Árni Kristinn Skúlason er klár með háfinn. Leirvogsá gaf 2,53 laxa á dagsstöngina. Ljósmynd/Anne Wangler

Hér að neðan er list­inn yfir árn­ar þar sem miðað er við veiði á dag­stöng. Þessi listi er unn­inn út frá upp­lýs­ing­um áangling.is, eins og töl­urn­ar standa núna. Lands­sam­band veiðifé­laga held­ur úti þeim vef. Flest­ar ár eru bún­ar að birta loka­töl­ur. Reikni­formúl­an er ein­föld. Fjöldi stanga í viðkom­andi á deilt með fjölda veiddra laxa. Við tök­um þetta enn lengra og deil­um í með 90, sem er fjöldi veiðidaga í flest­um ám. Þá kem­ur út hver veiðin er á stöng á dag að meðaltali. Það er hinn raunsanni mæli­kv­arði á hversu mik­il veiðivon var í ein­stök­um ám. Hér er ekki tekið til­lit til verðs, þjón­ustu, tíma­bils eða slíkra þátta. Ein­göngu er horft á töl­ur. 

Laxá á Ásum er í þriðja sæti þegar horft er …
Laxá á Ásum er í þriðja sæti þegar horft er á veiði á dagsstöng. Þá státar áin líka af stærsta laxi sumarsins. Hér eru Sturla Birgirsson og Falmouth lávarður með 105 sentímetra fisk sem sá síðarnefndi veiddi í Langhyl 22. júlí. Ljósmynd/SB

Innan sviga við hverja veiðiá er fjöldi stanga. Næsti dálkur tilgreinir heildarveiði og innan sviga er fjöldi laxa á hverja stöng yfir sumarið. Loks er það svo lax á hverja stöng á dag og innan sviga sama hlutfall í fyrra. Þá má sjá hvort veiði hafi aukist eða minnkað.

Veiðisvæði               Heildarveiði/per stöng          Á stöng á dag

Urriðafoss  (4)                 983  (246)                      2,73  (2,29)

Leir­vogsá (2)                   455  (228)                      2,53  (1,55)

Laxá á Ásum (4)              820   (205)                     2,28  (1,66)

Selá í Vopnafirði (6)        1.164 (194)                     2,15  (1,41)

Flókadalsá (3)                   519 (173)                     1,92 (1,04)

Hofsá í Vopnaf.  (7)         1.211 (173)                     1,92 (0,95)

Anda­kílsá  (2)                    327 (164)                     1,82 (2,88)

Miðfjarðará  (10)            1.522  (152)                     1,69 (2,00)

Haffjarðará (6)                  870 (145)                      1,61 (1,70)

Elliðaár (6)                        798 (133)                      1,48 (1,14)

Laxá í Lei­rár­sveit (6)          800 (133)                      1,48 (1,51)

Tungufljót (4)                    526  (131)                     1,46  (*)

Laxá í Döl­um  (6)               761 (127)                      1,41 (1,89)

Laxá í Kjós (8)                1.017 (127)                      1,41 (1,47)

Svalbarðsá  (3)                  381 (127)                      1,41 (0,88)

Hítará  (6)                         708 (118)                      1,31 (0,76)

Jökla (8)                           803 (100)                       1,16 (0,75)

Þverá/​​Kjar­rá (14)           1.448 (103)                        1,15 (1,10)

Grímsá  (8)                      827 (103)                        1,15 (1,05)

Víðidalsá (8)                    810 (101)                         1,12 (1,02)

Hafralónsá (4)                  388 (97)                          1,08 (0,63)        

Norðurá (15)                  1.352 (95)                         1,05 (1,06)

Stóra - Laxá (10)               934 (93)                         1,03 (0,62)

Langá (12)                     1.077 (90)                         1,00 (0,77)

Straum­fjarðará  (4)           348 (87)                          0,97 (1,02)

Hrúta­fjarðará (3)               257 (86)                          0,95 (1,38)

Hauka­dalsá (5)                  366 (73)                         0,81 (0,81)

Blanda (8)                         577 (72)                         0,80 (0,58)

Vatns­dalsá (6)                   415 (69)                         0,77 (0,79) 

Mýrarkvísl (4)                    272 (68)                         0,75 (0,50)

Laxá í Aðal­dal  (12)            402 (34)                         0,37 (0,37)

* Ekki tiltækar tölur frá í fyrra.

Svo er hægt að fara inn á angling.is og finna sína á og reikna út þetta hlut­fall. En list­inn er ansi frá­brugðinn þeim lista þar sem ein­göngu er horft til heild­ar­tölu, óháð fjölda stanga.

Þar sem enn er nokkuð eft­ir af veiðitíma í Rangán­um og fleiri ám á því svæði, eru þær ekki tekn­ar inn í þenn­an út­reikn­ing. Þá er líka vert að hafa í huga að upp­gef­inn fjöldi stanga er tek­inn af angling.is en þar geta hafa orðið breyt­ing­ar. Má nefna að í Miðfjarðará er veitt á sex stang­ir fyrri hluta veiðitím­ans og myndi það hækka hlut­fallið þar veru­lega, væri tekið til­lit til þess. Sama má segja um Laxá í Döl­um en þar er veitt á fjór­ar stang­ir fram­an af veiðitím­an­um. Laxá í Kjós er einnig með færri stangir framan af veiðitíma. Þá er líka vert að hafa í huga með Jöklu og Blöndu að þar náðist ekki níu­tíu daga veiðitími og hlut­fallið þar því í raun hærra en þessi reikni­formúla gef­ur til kynna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert