Tungufljót gaf aftur tröllvaxinn birting

Arnór Gunnarsson með hundrað sentímetra sjóbirtinginn sem tók Olive Ghost …
Arnór Gunnarsson með hundrað sentímetra sjóbirtinginn sem tók Olive Ghost í Tungufljóti. Birkir Mar Harðarson leiðsögumaður segir magnað að enda vertíðina á svona ævintýri. Ljósmynd/BMH

Tungufljótið er svo sannarlega að standa undir væntingum veiðimanna þegar kemur að stórfiski. Tveir stærstu sjóbirtingar sem veiðst hafa í haust veiddust báðir þar. Sá þriðji bættist í hópinn í gær og er sá næst stærsti.

Arnór Gunnarsson kom að Hlíðavaði um miðjan dag í gær með leiðsögumanninum Birki Mar Harðarsyni sem í sumar hefur verið við leiðsögn í Stóru – Laxá. Arnór setti undir Olive Ghost straumflugu, sem vel að merkja að allir sem kasta fyrir urriða eða sjóbirting ættu að eiga í boxinu. Fljótlega tók fiskur straumfluguna og það var þung taka.

Birtingurinn var marg mældur og þeir félagar kölluðu til félaga …
Birtingurinn var marg mældur og þeir félagar kölluðu til félaga sína til að vera vitni að mælingunni. Ljósmynd/BMH

Viðureignin stóð í góðan hálftíma og báðir höfðu þeir tekið andköf eftir að hafa séð fiskinn vel. Birkir Mar hefur séð marga stóra í sumar og þessi silungur gaf ekkert eftir í stærð í samburði við þá stærstu í Stóru – Laxá.

Það kom líka á daginn að þessi sjógengni silungur var eins stór og þeir gerast. Mældist hundrað sentímetrar. Marg mældur og með fjölda vitna. Hann var vigtaður í háfnum og pundmælirinn sýndi 24 pund.

Birkir Mar sagði í samtali við Sporðaköst að þetta hefði verið magnaður fiskur. „Við geymdum hann nokkra stund í háfnum eftir að við höfðum landað honum. Við hringdum í félaga okkar sem voru skammt frá okkur og vildum fá fleiri vitni,“ upplýsti hann.

Sporðtakið hjá Arnóri segir allt um stærðina á þessum fiski. …
Sporðtakið hjá Arnóri segir allt um stærðina á þessum fiski. Þeir tóku ekki ummál á honum en hann vigtaði 24 pund í háfnum. Ljósmynd/BMH

Þetta er annar sjóbirtingurinn í haust sem nær meternum. Hinn veiddist líka í Tungufljóti og við sögðum einmitt frá honum í gær. Þetta er svo sannarlega haust hinna stóru sjóbirtinga.

Birkir Mar sagði mikið af fiski í Tungufljótinu en hann hafði ekki heildartölu yfir veiðina í haust. „Þetta var síðasti dagurinn minn í leiðsögn þetta árið og það var ótrúlega gaman að enda þetta með svona mögnuðu ævintýri.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert