Síðastliðin þrjú veiðitímabil hafa Sporðaköst haldið úti svokölluðum Hundraðkallalista. Þar höfum við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentímetrar eða lengri. Þessi fiskar eru fágætir og því merkisfengur fyrir hvern veiðimann.
Laxá í Aðaldal gefur flesta slíka fiska og kemur það sjálfsagt engum á óvart enda lengi verið hennar aðalsmerki. Þessi þrjú ár sem hér eru til skoðunar hafa tuttugu fiskar í þessum flokki verið færðir til bókar. Víðidalsá er afgerandi í öðru sæti með fjórtán fiska á þremur árum. Í Stóru – Laxá hafa veiðst sjö slíkir á þremur árum. Miðfjarðará hefur gefið sex og Vatnsdalsá fimm. Sama fjölda er að finna í Laxá í Dölum og Jöklu.
Árið 2020 var áberandi best af þessum þremur árum. Þá veiddust 44 hundraðkallar en 30 í fyrra og fram til þessa hafa verið skráðir 29 í sumar.
Hér fylgir listi yfir þær ár sem slíkir fiskar hafa veiðst í undanfarin þrjú ár.
Veiðisvæði 2022 2021 2020
Laxá í Aðaldal 5 6 9
Víðidalsá 3 3 8
Vatnsdalsá 1 2 2
Miðfjarðará 2 1 3
Blanda 1 3
Jökla 1 1 3
Laxá í Dölum 1 2 2
Laxá á Ásum 2 2
Stóra – Laxá 3 1 3
Selá í Vopnafirði 2 2
Húseyjarkvísl 1 1
Hrútafjarðará 1 1
Hvítá í Árnessýslu 1 1
Sogið 1
Laxá í Kjós 1
Fnjóská 1 1
Eystri – Rangá 3
Hólsá – Eystribakki 2
Ytri – Rangá 1
Kjarrá 1 1
Haffjarðará 1
Affall 1
Fossá 1
Mýrarkvísl 1
Svalbarðsá 1
Þessu til viðbótar gáfu eftirtaldar ár einn hundraðkall hver, í sumar. Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Sæmundará, Deildará, Haukadalsá og Laxá í Leirársveit.
Þegar horft er til mánaða kemur í ljós að þessir fiskar eru að veiðast býsna jafnt í júlí, ágúst og september. Fæstir þeirra veiðast í júní.
Júní Júlí Ágúst September
2020 6 13 11 14
2021 2 8 11 10*
2022 4 8 8 9
*Einn af þessum löxum veiddist 1. október í Fossá.
Af þessum 104 stórlöxum sem við höfum skráð voru nítján teknir á Sunray eða Skugga útfærslur. Sautján tóku rauða Frances í ýmsum útfærslum og sjö svarta Frances.
Ef þú ert að reyna við hundraðkall þá viltu samkvæmt þessu helst fara í Laxá í Aðaldal eða Víðidalsá í september (lægsta verðið) og kasta þar Sunray, Skugga eða rauðri og svartri Frances.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |