Simmsdagar nú líka haldnir að hausti

María Anna Clausen skoðar vöðlur í vor á Simmsdögum. Nú …
María Anna Clausen skoðar vöðlur í vor á Simmsdögum. Nú bjóða þau hjónin María og Óli í Veiðihorninu upp á slíka daga í fyrsta skipti að hausti. Ljósmynd/Veiðihornið

Síðasti dagur veiðitímans er í dag. Sjóbrtingsárnar loka flestar í dag og sama er að segja um árnar á Suðurlandi sem byggja á sleppingum. Rangárnar og nokkrir nágrannar þeirra. Það er á þessum tímamótum sem rétt er að huga að frágangi á veiðibúnaði svo að hann verði tiltækur þegar næsta tímabil hefst. Í Síðumúla er bryddað upp á nýjung þetta haustið þegar Simmsdagar hefjast í dag.

„Við ætlum að halda Simmsdaga í október. Við höfum nokkrum sinnum haldið svona daga áður, en alltaf að vori. Síðast þegar við vorum með Simmsdaga gerðum við við vel á
annað hundrað Simms vöðlur fyrir veiðimenn. Þær viðgerðir sem krefjast meiri sérhæfni
og verkfæra sem við höfum ekki yfir að ráða verða senda Gore-tex verkstæði Simms í Evrópu,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu í samtali við Sporðaköst.

Hluti af þeim vöðlum sem komu inn í vor á …
Hluti af þeim vöðlum sem komu inn í vor á Simmsdögum. Ef um litlar lagfæringar er að ræða er gert við vöðlurnar á staðnum. Á annað hundrað veiðimenn nýttu sér þessa þjónustu í vor. Ljósmynd/Veiðihornið

Eins og Óli nefndi þá hafa slíkir dagar verið haldnir þar sem veiðimönnum gefst kostur á að koma með Simms vöðlur ef grunur er um að þörf sé á viðgerð. Það hefur komið í ljós á vordögum að menn hafa jafnvel gleymt því að þörf sé á viðgerð og hrökkva svo upp við vondan draum að vori. Nú er tækifæri til að láta kíkja á vöðlurnar og um leið að fá leiðbeiningar og góð ráð varðandi umhirðu, meðferð og vetrargeymslu á veiðibúnaði.

„Þessi þjónusta okkar er frí fyrir viðskiptavini Veiðihornsins. Simms er eini framleiðandi af vöðlum fyrir stangveiðimenn sem hefur leyfi frá Gore til að nota Gore-tex í vöðlur. Þessi staðreynd og einstök eftirþjónustan sem við veitum skilur Simms frá öðrum merkjum í þessum bransa."

Simmsdagarnir verða í Veiðihorninu í Síðumúla dagana 20. til 24. október og opið verður alla helgina af þessu tilefni, 11 til 15 á laugardag og sunnudag. 

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka