Loksins jóladagatöl fyrir veiðifólk

Þetta gæti orðið gjöfull desember. Loksins er komið jóladagatal fyrir …
Þetta gæti orðið gjöfull desember. Loksins er komið jóladagatal fyrir veiðifólk. Flest veiðifólk er jólabörn og nú verður desember fljótur að líða. Ljósmynd/Golli/Veiðihornið

Mikil vöruþróun og aukið framboð hefur verið í hverskyns jólavöru síðustu árin. Þetta á ekki síst við um svokölluð jóladagatöl. Mörgum er í fersku minni þegar jóladagatöl fyrir fullorðna fólkið komu á markað. Höfðu þau að geyma ýmis tæki og tól. Nú er loksins komið á markað dagatal fyrir veiðifólk. Veiðihornið stendur fyrir þessu í samstarfi við Shadow Flies í Tælandi sem er einn fremsti fluguframleiðandi heims. Er í þessum skrifuðu orðum verið að leggja lokahönd á jóladagatöl fyrir fluguveiðimenn.

„Við köllum dagatölin, 24 flugur til jóla. Í dagatalinu sjálfu eru 24 hólf, hvert fyrir einn dag frá 1. til 24. desember. Í hverju hólfi er ein vel þekkt og gjöful veiðifluga ásamt nafni hennar ogQR kóða sem leiðir eigandann inn á síðu með frekari upplýsingum og fróðleik um fluguna. Á aðfangadag verður svo nafn eins heppins eiganda jóladagatals dregið úr potti og fær hann fallega og vandaða jólagjöf frá Veiðihorninu.

Starfsfólk Shadow Flies er að leggja lokahönd á vöruna sem …
Starfsfólk Shadow Flies er að leggja lokahönd á vöruna sem verður senn komin til Íslands. Ljósmynd/Veiðihornið

Verið er að leggja lokahnykkinn á framleiðsluna og verða dagatölin send til okkar innan fárra daga. Hér er um mjög takmarkað magn að ræða og er forsala dagatalanna hafin en þau verða afhent síðustu daga mánaðarins. Þeir sem vilja tryggja sér jóladagatal Shadow Flies og Veiðihornsins ættu því að hafa hraðar hendur.

Ég held að þetta verður skemmtilegur leikur sem styttir tímann til jóla og fær veiðimenn til að hlakka til næsta veiðitímabils,“ upplýsti Ólafur Vigfússon aðspurður um þessi nýju dagatöl fyrir veiðifólk.

Það veiða ekki allir á flugu. Þetta er svo hin …
Það veiða ekki allir á flugu. Þetta er svo hin útgáfan. Harði pakkinn fyrir sjóbirtings og silungsveiðimenn. Ljósmynd/Veiðihornið

En nú veiða ekki allir á flugu?

„Rétt. Þess vegna ákváðum við að flytja inn og bjóða einnig jóladagatal með spúnum og smáverkfærum fyrir þá sem stunda silungsveiði. Þetta fallega jóladagatal kemur frá danska fyrirtækinu Westin í Danmörku en það fyrirtæki sérhæfir sig meðal annars í spúnum og agni fyrir sjóbirting.

Westin jóladagatalið er á leið til landsins og er komið í forsölu ásamt flugudagatalinu og verður afhent síðar í nóvember. Spennandi tímar framundan. Niðurtalningin hefst.“

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka