Fjöldi hnúðlaxaseiða kom Hafró á óvart

Næsta sumar verður hnúðlaxasumar. Búist er við að þessum nýja landnema í íslenskum ám fjölgi til muna miðað við það sem var sumarið 2021 og þótti þá ýmsum nóg um. Fjöldi hnúðlaxagönguseiða á Suð – Vesturhorni kom vísindamönnum Hafrannsóknastofnunar í opna skjöldu. Þeir leituðu að slíkum seiðum í vor og uppskeran var mun betri en búist var við. 

Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að við megum búast við mikilli aukningu í sumar af þessum nýja landnema. Hann hefur ekki svar við stóru spurningunni sem er; af hverju gengur hnúðlaxinum svo vel í Atlantshafinu á sama tíma og laxinum okkar gengur sífellt verr.

Guðni sér tækifæri í hnúðlaxinum líka og lýsti hann þeirri skoðun sinni í fyrsta uppgjörsþætti Sporðakasta vegna veiðisumarsins. Hér má sjá stutt brot úr þættinum þar sem Guðni er spurður um þennan óboðna gest í íslenskar laxveiðiár. Katrín Pétursdóttir, eða Kata í Lýsi er ekki að skafa af því en hún segir niðurlægjandi að veiða hnúðlax. „Það er eins og sé hrækt framan í mann.“

Næsti uppgjörsþáttur birtist á morgun og þá sitja fyrir svörum Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Dögg Hjaltalín veiðikona, Karl Lúðvíksson veiðiskríbent á visir.is og Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Veiðikortsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka