Veiðisumarið gert upp – Sjóbirtingur

Sjóbirtingsuppgangur er umræðuefni þriðja uppgjörsþáttar Sporðakasta um veiðisumarið 2022. Þar gerðust þau undur að 107 sentímetra sjóbirtingur veiddist í Tungufljóti og var það sá þriðji í haust sem náði þeirri stærð. Þrír sjóbirtingar sem mældust yfir 110 sentímetrar gengu í gegnum teljarann í Vatnsá í haust.

Sjóbirtingsundrin fyrir austan og raunar víðar um land eru mögnuð og bein afleiðing veiða og sleppa. Til að ræða þessa ánægjulegu stöðu mæta fjórir góðir gestir. Guðni Guðbergsson sviðstjóri Hafrannsóknastofnunar ásamt þeim Hrafni H. Haukssyni, Ásgeiri Arnari Ásmundssyni og reynsluboltanum Ólafi Guðmundssyni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert