Veiðiréttur í Víðidalsá boðinn út

Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Hér er tekist á við …
Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Hér er tekist á við lax. Áin verður nú boðin út frá og með sumrinu 2024. FB/​Víðidalsá

Veiðifélag Víðidalsár í Húnaþingi hefur ákveðið að bjóða út veiðirétt í Víðidalsá, Fitjaá og Hópinu frá og með árinu 2024. Samningur við núverandi leigutaka rennur út eftir næsta sumar og miðast útboðið því við sumarið 2024.

Björn Magnússon, formaður veiðifélagsins, staðfesti þetta í samtali við Sporðaköst og sagði að auglýsing þar sem óskað væri eftir tilboðum, birtist á allra næstu dögum.

Tilboðsfrestur rennur út laugardaginn 14. janúar klukkan 13 og verða tilboð opnuð í veiðihúsinu við Víðidalsá eftir að fresti lýkur.

Veitt er á átta stangir í Víðidalsá og Fitjaá og hefur áin átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin ár, eins og flestar laxveiðiár á svæðinu. Töluverður bati varð þó í sumar sem leið þegar áin gaf 810 laxa.

Núverandi leigutakar hafa verið með ána frá sumrinu 2014. Starir ehf. hafa annast sölu og rekstur Víðidalsár í gegnum dótturfélag. Starir reka og selja veiðileyfi í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði og Blöndu, svo einhverjar séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert