Bjóða upp á „meistaranám“ í silungsveiði

Hrafn Ágústsson annar Caddisbróðirinn verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Þeir bræður …
Hrafn Ágústsson annar Caddisbróðirinn verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Þeir bræður hafa áður staðið fyrir námskeiðum en taka nú höndum saman við Dagbók urriða. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson
Tvö þekkt nöfn í silungsveiðinni hafa tekið höndum saman. Þetta eru þeir Caddisbræður, Ólafur Ágúst Haraldsson og Hrafn Ágústsson, og Dagbók urriða. Hér eru á ferð sannkallaðir meistarar í silungsveiði. Saman bjóða þeir þremenningar nú upp á nám í fyrirlestrarformi í silungsveiði. Þar sem þetta eru miklir veiðimeistarar hafa Sporðaköst tekið sér það bessaleyfi að kalla námið „meistaranám“.
Þeir kalla námskeiðið hins vegar Silungsveiði frá A til Ö og kostar það 14.900 krónur á mann. Allar frekari upplýsingar er að finna inni á heimasíðunni tokustud.is.
Ólafur Tómas er höfundur Dagbókar urriða. Hann mun leiðbeina mönnum …
Ólafur Tómas er höfundur Dagbókar urriða. Hann mun leiðbeina mönnum á námskeiðinu Silungsveiði frá A - Ö. Ljósmynd/ÓTG
Hver er kveikjan að þessu?
„Okkur langaði að setja saman námskeið sem væri stútfullt af fróðleik um silunginn en væri fyrst og fremst skemmtilegt. Það er nefnilega skemmtilegt að veiða og verður því að vera skemmtilegt að læra. Oftar en ekki vantar veiðimenn aðeins nokkrar vísbendingar til þess að leysa gátuna hvað varðar silunginn hverju sinni. Að læra að lesa bæði stöðuvatn og straumvatn og svo miklu meira. Náttúran geymir flest svörin, en það þarf bara að kunna að lesa þau út úr henni. Meira að segja lífríkið í kringum veiðimanninn reynir eftir fremsta megni að benda honum á hvar fiskurinn er,“ upplýsir Ólafur Tómas Guðbjartsson sem stýrir Dagbók urriða.
Hann segir námskeiðið hugsað fyrir alla, hvort sem er byrjendur eða lengra komna. Kennslan fer fram í marsmánuði á nýju ári og segir hann markmiðið að útskrifa öfluga veiðimenn beint út í vorið og veiðitímann. Það eru svo margar spurningar sem við heyrum reglulega. Hvaðan koma þeir, hvað éta þeir, hvernig á að nálgast þá, hvernig á að meðhöndla þá er þeir taka, af hverju taka þeir og af hverju ekki? Við skoðum dýralífið í náttúrunni í kringum okkur og lærum að lesa í þær vísbendingar sem eru þar um allt. Það er nefnilega ekki nóg að kunna að kasta. Veiðimenn þurfa að skilja hvers vegna þeir eru að gera það sem þeir gera hverju sinni. Það er ákveðinn lykill að árangri.“
Þriðji leiðbeinandinn er Ólafur Ágúst Haraldsson, eða hinn Caddisbróðirinn. Þeir …
Þriðji leiðbeinandinn er Ólafur Ágúst Haraldsson, eða hinn Caddisbróðirinn. Þeir ætla að útskrifa betri veiðimenn inn í vorið. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson
Sporðaköst lögðu spurningu fyrir þá félaga. Hvaða flugu myndu þeir taka með sér í veiði ef þeir mættu bara velja eina fyrir allt sumarið. 
Ólafur Ágúst Haraldsson tæki með sér CDC Bibio/hopper. „Frábær þurrfluga sem getur hermt eftir mörgu. Hún getur setið hátt á yfirborði eða lágt. Einnig hægt að þyngja hana og nota sem púpu.“

Hrafn Ágústsson velur Black Zulu. „Ástæðan er einföld; maður byrjar á Black Zulu og endar á Black Zulu.“

Ólafur Tómas Guðbjartsson velur einfalda vínilribbu. „Kibbí eða BAB. Ótrúlega veiðin þótt einföld sé. Og einnig gæti ég verið viss um að hún myndi endast í marga fiska yfir sumarið.“
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert