Víðidalsá hækkar um tugi milljóna

Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Tilboðin sem bárust í Víðidalsá …
Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. Tilboðin sem bárust í Víðidalsá staðfesta mikla hækkun á leiguverði, hvaða tilboðis sem verður tekið. Ljósmynd/Starir

Til­boð í Víðidalsá voru opnuð í dag. Alls bár­ust til­boð frá fimm aðilum og ljóst er af þeim til­boðum sem bár­ust að leiga fyr­ir veiðirétt í Víðidalsá hækk­ar um tugi millj­óna. Sam­kvæmt heim­ild­um Sporðak­asta er leigu­verð nú í kring­um átta­tíu millj­ón­ir króna á ári, en nokk­ur af þeim boðum sem bár­ust voru vel yfir hundrað millj­ón­ir króna og hæsta boð hljóðaði upp á 115 millj­ón­ir króna á ári. Nokk­ur frá­viks til­boð bár­ust frá þeim aðilum sem sendu inn til­boð.

Hæsta til­boð, í það minnsta við fyrstu sýn barst frá nú­ver­andi leigu­tök­um sem eru Star­ir ehf í sam­starfi við land­eig­end­ur sem kennd­ir eru við Stóru – Borg í Víðidal.

Boðinn var út veiðirétt­ur í Víðidalsá sem sam­an­stend­ur af átta stöng­um á laxa­svæðinu í Víðidalsá og hliðaránni Fitjaá. Þá er þrjár stang­ir á neðsta hluta ár­inn­ar sem flokk­ast sem sil­unga­svæði. Loks var veiðirétt­ur í Hóp­inu hluti af útboðinu. Óskað var eft­ir til­boðum í svæðið til fimm ára. Tvö veiðihús eru jafn­framt hluti af leig­unni. Ann­ars veg­ar Tjarn­ar­brekka sem hýs­ir veiðimenn á laxa­svæðinu og veiðihúsið Þúfa sem er aðstaða fyr­ir veiðimenn á sil­unga­svæðinu.

Alexander Arnarson með 98 sentímetra laxinn sem hann veiddi í …
Al­ex­and­er Arn­ar­son með 98 sentí­metra lax­inn sem hann veiddi í haust í Víðidalsá í Faxa­bakka. Stór­lax­arn­ir í Víðidal laða að marga veiðimenn. Ljós­mynd/​Magnús Jens Hjaltested

Star­ir ehf hafa verið með ána fram því árið 2014 og rek­ur það fé­lag ána í sum­ar en nýr samn­ing­ur tek­ur gildi sum­arið 2024.

Veiðifé­lag Víðidals­ár opnaði til­boðin í dag og var mik­ill áhugi á útboðinu enda Víðidalsá eitt af stóru nöfn­un­um í laxveiðinni.

Björn Magnús­son bóndi að Hóla­baki og formaður veiðifé­lags­ins var ánægður með til­boðin sem bár­ust en ljóst er að þessi til­boð hljóða upp á mikla hækk­un til land­eig­enda, eða sem nem­ur tug­um millj­ón­um króna á ári. Að sama skapi er ljóst að hækk­un á veiðileyf­um í Víðidalsá verður mik­il. Björn átti von á fleiri til­boðum en er ánægður með þau sem bár­ust.

Veiðifé­lagið mun taka sér tíma í að fara yfir til­boðin að sögn Björns og ræða við þá sem buðu, áður en fé­lags­fund­ur verður kallaður sam­an til að kjósa um til­lögu stjórn­ar. Í útboðsgögn­um var tekið fram að veiðifé­lagið áskil­ur sér rétt til að taka hvaða til­boði sem er eða hafna þeim öll­um.

Veiði í Víðidalsá hef­ur sveifl­ast mikið síðasta ára­tug og var dræm árin 2018 til 2020. Aðeins varð bati milli ára á síðasta sumri þegar áin gaf 810 laxa. Mesta veiði á þess­ari öld var sum­arið 2009 þegar 2019 lax­ar voru færðir til bók­ar. Lé­leg­asta sum­arið var á öld­inni hins veg­ar hörm­ung­ar­árið 2012 þegar aðeins 325 lax­ar veidd­ust. Meðaltalsveiði síðastliðinn ára­tug er í kring­um átta hundruð lax­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert