Veiðikló leigir Syðri Brú í Soginu

Veiðistaðurinn Landaklöpp er stór og geymir fisk nánast allt sumarið. …
Veiðistaðurinn Landaklöpp er stór og geymir fisk nánast allt sumarið. Hér er Tiggy Pettifer að veiða Landaklöppina í sjónvarpsþætti sem Sporðaköst tóku upp sumarið 2019. Ljósmynd/Sporðaköst

Veiðikló ehf hefur tekið efsta veiðisvæðið í Soginu á leigu. Þetta er Syðri Brú og þar er veitt á eina stöng. Veiðikló sem er félag þeirra Einars Páls Garðarssonar og Jóhannesar Þorgeirssonar hefur gert langtímasamning um svæðið. Fyrir er félagið með Gíslastaði í Hvítá á leigu. Syðri Brú geymir einn af bestu veiðistöðunum í Soginu en það er Landaklöpp, beint niður af veiðihúsinu. Fiskur er mættur snemma á Landaklöpp og er þar allt sumarið.

„Þetta er stórskemmtilegt laxasvæði og svo veiðist þarna alltaf líka svolítið af bleikju og eitthvað af urriða. Þó svo að Landaklöpp sé náttúrulega aðalsmerki svæðisins þá nær það alveg niður að Merkjalæk sem er í 2,5 kílómetra fjarlægð og það eru átta merktir veiðistaðir í Syðri Brú. En Landaklöppin er það stór veiðistaður að menn geta auðveldlega dundað sér þar allan daginn,“ sagði Einar Páll í samtali við Sporðaköst.

Kvikmyndtökumaðurinn Steingrímur Jón Þórðarson myndar Landaklöpp. Fiskur liggur mjög oft …
Kvikmyndtökumaðurinn Steingrímur Jón Þórðarson myndar Landaklöpp. Fiskur liggur mjög oft rétt ofan við brotið þar sem Landaklöppinni sleppir. Gegnt svæðinu er efsti hluti Bíldfells. Ljósmynd/Sporðaköst

Í gegnum tíðina hefur stöngin á Syðri Brú oft gefið bestu veiði á stöng í Soginu. Þá hefur meðalþyngd gjarnan verið góð í Syðri Brú. Þau eru ekki mörg veiðisvæðin á Íslandi þar sem aðeins er veitt á eina stöng.

Mjög gott veiðihús er fyrir svæðið og geta þar gist allt að tólf manns. Veiðireglurnar eru svipaðar og á öðrum svæðum í Soginu. Eingöngu er veitt á flugu og skal sleppa öllum laxi sem er 70 sentímetrar eða stærri. Heimilt verður frá og með 1. júlí að taka einn smálax á vakt. Fyrstu daga veiðitímans er skylduslepping á öllum laxi. Veiði á svæðinu hefst 24. júní og fyrstu vikuna verður því að sleppa öllum laxi.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Veiðikló ehf. Heimasíðan þeirra er veidiklo.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert