Jakaburður, flóð og mokveiði

Hjónin Harpa Hlín og Stefán með flottan sjóbirting úr Leirá. …
Hjónin Harpa Hlín og Stefán með flottan sjóbirting úr Leirá. Þau voru búin að landa þrettán um hádegisbil og aðstæður voru betri en menn þorðu að vona fyrir nokkrum dögum. Ljósmynd/Matthías

Tugir veiðimanna byrjuðu vertíðina í morgun í sjóbirtingi og vötnum víða um land. Allir veiðimenn sem kaupa sér opnanir í sjóbirtingsveiði 1. apríl vita að þeir eru að spila í veiði– og veðurlottói. Og þegar dregið var í morgun var niðurstaðan afar misjöfn.

Sporðaköst fylgdust með mönnum víða og aðstæður voru margvíslegar. Óhætt er að segja að lífið í Leirá í Melasveit var ljúft. Um hádegi var búið að landa þrettán sjóbirtingum sem voru allt að áttatíu sentímetra langir. Leirá var á ís lengst af marsmánuði en frábærlega tímasett hlýindi skiluðu ánni til Outfitters fjölskyldunnar í flottu standi.

Jón Hrafn með þann fyrsta úr Eldvatni í morgun. Áttíu …
Jón Hrafn með þann fyrsta úr Eldvatni í morgun. Áttíu sentímetra sem tók við Neðri - Mangatanga. Veðrið lék við veiðimenn. Jafnvel of gott fyrst í morgun. Ljósmynd/Karl Antonsson


Þau Stefán Sigurðsson, Harpa Hlín Þórðardóttir og Matthías Stefánsson ásamt fleirum voru í flottum aðstæðum og voru einfaldlega í mokveiði. Fiskarnir voru vel haldnir sagði Harpa Hlín í samtali við Sporðaköst. „Við erum líka mjög vel haldin og stund sannleikans rennur alltaf upp 1. apríl og við komumst öll í vöðlurnar þannig að þetta byrjaði vel,“ sagði hún hlæjandi með eldrauða varalitinn sem er hennar vörumerki í veiðinni.

Allir birtingarnir í Leirá tóku púpur og er þessi litla á enn og aftur að koma mjög sterk inn í opnun í vorveiðinni.

Sigurður Marcus Guðmundsson var að opna Tungufljót í morgun. Þar …
Sigurður Marcus Guðmundsson var að opna Tungufljót í morgun. Þar hefur eitthvað gengið á í átökum árstíða síðustu daga. Við vitum um einn fisk sem er staðfestur úr Tungufljóti. Ljósmynd/SMG

Í Eldvatni í Meðallandi voru menn snemma á fótum enda sól og logn þegar veiðimenn tóku fyrstu köstin. Jón Hrafn Karlsson og faðir hans Karl Antonsson byrjuðu við Neðri – Mangatanga og tók báðir fisk þar snemma dags. Jón Hrafn landaði fyrsta fiskinum sem við fréttum af og var það áttatíu sentímetra hrygna sem tókCopperJohn púpu með hinum vinsælu gúmmílöppum. Karl tók svo annan skömmu síðar og sá lét glepjast af hefðbundinniPheasantTail. Mældist hann 56 sentímetrar.

Matthías Stefánsson að gera góða veiði í Leirá í morgun.
Matthías Stefánsson að gera góða veiði í Leirá í morgun. Ljósmynd/Harpa Hlín

Flóð settu strik í reikninginn í Tungulæk en þar voru menn í vandræðum með að finna slóða í vatnavöxtum, en krapa og ísstífla í Skaftá gerði það verkum að Tungulækurinn var ekki alveg eins og menn hefðu kosið. En tími og góður lofthiti eru besti vinur veiðimanna við þessar aðstæður og bingóið bíður.

Harpa og fjölskylda unnu í veiði- og veðurlottóinu. Flottar aðstæður …
Harpa og fjölskylda unnu í veiði- og veðurlottóinu. Flottar aðstæður og enn betri veiði. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Í Tungufljóti var byrjað í morgun og þar mátti sjá vígvöll átaka vors og vetrar. Stórir jakar minntu á frost og alvöru vetur en vorið fer sínu fram þó hægt fari. Þar var staðfestur fyrsti birtingurinn en fréttir af heildar aflabrögðum berast þegar líður á helgina.

Í Hólaá við Laugarvatn var búið að landa fyrstu silungunum og ljóst að veiðimenn eru víða að uppskera eftir langa bið. Við færum ykkur fleiri fréttir og myndir eftir því sem helgin líður og menn mæta í veiðihús og gefa skýrslur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert