Lentu í rúmlega mokveiði í Tungulæk

David með einn af þessum stóru úr Tungulæknum. Þeir lönduðu …
David með einn af þessum stóru úr Tungulæknum. Þeir lönduðu samtals 209 fiskum í túrnum. Ljósmynd/Teddi

Nokkrir fiskar geta talist góð veiði. Hörkuveiði er enn fleiri fiskar. Mokveiði, þá eru menn nánast hættir að telja, en þegar þrír veiðimenn landa yfir tvö hundruð fiskum á fjórum dögum þá telst það rúmlega mokveiði. Þetta upplifðu þeirShane,Tom ogDavid frá Bandaríkjunum í Tungulæk. Þeir voru með öflugan leiðsögumann með sér, Theodór K. Erlingsson og þekkja fáir lækinn jafn vel og Teddi.

Shane með annan risahæng. Veður rússíbaninn var magnaður þessa daga. …
Shane með annan risahæng. Veður rússíbaninn var magnaður þessa daga. Allt frá úrhelli yfir í að vera bara á skyrtunni. Ljósmynd/Teddi

Þeir byrjuðu að veiða 4. apríl og luku veiðum í gær. Sannkölluð rússíbanareið í veðri og vatnsbúskap. Teddi sagði í samtali við Sporðaköst að það hefði gefist vel að nota straumflugurnar þegar vatnið óx en púpurnar voru að gefa vel þegar sjatnaði í læknum. Samtals færðu þessir þrír veiðimenn 209 sjóbirtinga til bókar í veiðitúrnum. Aflahæsta stöngin af þessum þremur var 123 birtinga. Það eru ekki margar mínútur við bakka þar sem hann var bara að kasta. Ýmist var hann að þreyta og eða landa fiskum.

Hlýtt og logn. Þá var Tungulækur fljótur að sjatna og …
Hlýtt og logn. Þá var Tungulækur fljótur að sjatna og þá tók Tom þennan á púpu. Ljósmynd/Teddi

„Ég hef séð svona veiði áður í Tungulæk en það eru mörg ár síðan. Þessa daga fór saman mikið magn af fiski og góðir veiðimenn. Þessir þrír hafa veitt mjög víða á Íslandi og þekkja aðstæður hér vel. Þeir hafa veitt í Laxá á Ásum, Kjarrá, Stóru – Laxá, Grímsá og víðar. En þeir voru sammála um að hafa aldrei lent í öðru eins ævintýri og þessu,“ sagði Teddi í samtali við Sporðaköst.

Leiðsögumaður Theodór K. Erlingsson með David. Teddi man eftir svona …
Leiðsögumaður Theodór K. Erlingsson með David. Teddi man eftir svona aflabrögðum í Tungulæk en það var fyrir mörgum árum. Ljósmynd/Teddi

Mikið af fiskinum var á bilinu 45 til 60 sentímetrar en einnig voru margir stórir og stærsti í ferðinni var mældur 87 sentímetrar og veiddist hann í Vatnamótum og tók Black Ghost Skull.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert