Kastklúbburinn blæs til árlegs námskeiðs

Kennarar hjá Kastklúbbnum. Grétar, Árni, Teddi, Gísli, Guðmundur og Ingvar. …
Kennarar hjá Kastklúbbnum. Grétar, Árni, Teddi, Gísli, Guðmundur og Ingvar. Árlegt kastnámskeið klúbbsins hefst á sunnudag. Ljósmynd/Kastklúbbur Reykjavíkur

Árlegt flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst á sunnudag. Námskeiðið er samtals sex kennslustundir og fer innikennslan fram í TBR – húsinu í Glæsibæ, sunnudagana 16. 23. 30. apríl og 7. maí. Eftir það taka við tvær kennslustundir við Rauðavatn en dagsetningar verða tilkynntar síðar og taka mið af veðurspá.

Þátttakendur þurfa einungis að mæta með inniskó í fyrstu fjórar kennslustundirnar og fær lánaðar stangir og græjur til að hlífa flugulínunum sem fara ekki vel í innikennslu, ar sem kastað er á gólfi. Í útikennslunni mætir fólk svo með eigin græjur. Fulltrúar frá Veiðiflugum mæta og kynna fyrir fólki það nýjasta í bransanum og leyfa fólki að prófa stangir. Kennarar hjá Kastklúbbi Reykjavíkur eru þeir Árni Guðbjörnsson, Gísli Rúnar Guðmundsson, Grétar Guðnason, Guðmundur Arnarson, Theodór Már Sigurjónsson og Ingvar Stefánsson. Allir eru þeir reyndir leiðsögumenn og kastkennarar. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst og geta áhugasamir sent póst á netfangið kastkennsla@gmail.com. Námskeiðið kostar 25.000 fyrir manninn og verður posi á staðnum, segir í fréttatilkynningu frá Kastklúbbi Reykjavíkur. Þeir hvetja fólk til að mæta tímanlega fyrsta kvöldið en kennsla hefst klukkan 20 og stendur alla jafna í tvo klukkutíma.

Mikil eftir spurn hefur verið eftir því að komast á flugukastnámskeið í vetur og er það til vitnis um mikinn áhuga fólks á sportinu.

Kastklúbbur Reykjavíkur er gamalgróinn og var stofnaður árið 1955. Þá hét félagsskapurinn Kastklúbbur stangaveiðimanna og var fyrsti skráði aðalfundurinn haldinn 10. mars 1957. Klúbburinn er því orðinn 68 ára gamall.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka