Bleikjuveiðin verið köflótt í Soginu

Prýðiseintak af bleikju úr Soginu. Litirnir eru svo magnaðir í …
Prýðiseintak af bleikju úr Soginu. Litirnir eru svo magnaðir í þessum fiski. Ólafur Hilmar Foss er að veiða Torfastaði. Ljósmynd/MZ

Ein besta bleikjuveiði sem hægt er að komast í á vorin er í Soginu. Ásgarðssvæðið hefur sannarlega verið að gefa góða veiði síðustu ár fyrstu mánuði veiðitímans. Ólafur Hilmar Foss hefur eytt nokkrum dögum í leit að bleikju á Torfastaðasvæðinu í Soginu í apríl. Árangurinn hefur verið köflóttur en komið taka inn á milli.

Ólafur og veiðifélagi hansMarosZatko eru um helgina að kasta púpum fyrir bleikju á Torfastöðum. Þeir gerðu fína veiði í gær og lönduðu þá sjö bleikjum á bilinu 40 og upp í 50 plús sentímetrar, giskaði Ólafur á í samtali við Sporðaköst.

Maros Zatko tekur sér hlé frá sjóbirtingnum fyrir austan og …
Maros Zatko tekur sér hlé frá sjóbirtingnum fyrir austan og landaði þessari fallegu Sogsbleikju. Ljósmynd/ÓHF

„Þetta var frekar rólegur dagur. Það var kalt og vatnið að minnka eftir mikil flóð. Við settum samtals í níu bleikjur en misstum tvær. Það á að vera aðeins hlýrra í dag og vonandi verður vatnsstaðan jafnari, þá gæti þetta orðið betra.“

Púpan Atlas og það númer sextán var það eina sem bleikjan leit við í gær. Raunar upplifði Ólafur það sama fyrr í vor þegar hann veiddi einmitt Torfastaðina. Bleikja tók Atlas til að byrja með. Svo var eins slokknaði á þessu. Síðar færði Ólafur sig um set og eftir að hafa farið í gegnum nokkur púpuskipti setti hann aftur Atlasinn undir. Þá „var eins og einhver hefði ýtt áON takkann og nokkrar bleikjur tóku í beit,“ sagði Ólafur.

Atlas stærð sextán. Það eina sem hún hefur litið við …
Atlas stærð sextán. Það eina sem hún hefur litið við þessa dagana. Ljósmynd/ÓHF

Besti tíminn á Torfastöðum er framundan og segir Ólafur að oftast komi stuð í þetta í maí. Það helst í hendur við hlýnandi veðurfar og einhvern veginn virðist það loða við bleikjuna í Soginu að hún tekur best þegar hlýnar og vindur er hægur.

Veiðin hefur verið býsna köflótt. Ólafur segir að oftast komi …
Veiðin hefur verið býsna köflótt. Ólafur segir að oftast komi góðir dagar í maí þegar hlýnar enn meira. Ljósmynd/ÓHF

Í Ásgarði í Soginu er búið að bóka vel yfir hundrað silunga, bæði bleikju og sjóbirtinga. Almennt séð er silungsveiðin að fara vel af stað. Hólaá við Laugarvatn hefur verið að gefa fína veiði. Elliðavatnið opnaði mjög vel og bleikjan er farin að gefa sig í Vífilsstaðavatni. Nú er aðeins kaldara og getur það vel sett strik í reikninginn hjá veiðimönnum. En heilt yfir er aprílmánuður búinn að vera silungsveiðimönnum hagfelldur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert