Margir veiðimenn telja nú niður þar til veiðitímabilið í laxi hefst. Fyrstu köstin verða tekin í Þjórsá eins og síðari ár en veiði í Urriðafossi hefst 1. júní. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu er hóflega bjartsýnn fyrir sumarið og segir meðal annars ástæðuna fyrir því vera fjögur léleg laxveiðiár í baksýnisspeglinum.
Óli hittir marga veiðimenn í hverri viku og hann segir kvartanir vegna verðlags á veiðileyfum aldrei verið háværari. Hann hafi vissulega heyrt menn ræða þetta í áratugi en nú kveði við nýjan og ákveðnari tón.
Hann segist hafa heyrt i mörgum veiðimanninum sem hafi neyðst til að minnka við sig. Fækka veiðitúrum úr sex til átta í kannski fjóra. Menn velji betur þá túra sem þeir fara í.
Óli er gestur Sporðakastaspjallsins í dag og fyrir utan ofangreint þá ræðir hann þróun í sjóbirtings- og laxveiði. Loks veltir hann fyrir sér stóru spurningum sumarsins sem eru veður og koma hnúðlax en í ár er oddatöluár og þá mætir sá bleiki.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |