Ánægjulegar fréttir bárust laxveiðimönnum í dag þegar löggiltur laxahvíslari Elliðaánna, Ásgeir Heiðar tilkynnti um fyrsta laxinn. „Þessi gaur stökk fyrir mig neðst á Breiðunni svo það fór ekkert á milli mála,“ skrifaði hann inn í Facebookhópinn Elliðaár.
Ekki síður góðar fréttir bárust frá Blönduósi í dag þegar Höskuldur Birkir Erlingsson lögreglu- og leiðsögumaður á svæðinu sá þrjá laxa í Blöndu í dag. „Blanda í fallegu vatni, örlítið græn en lítur vel út. Tveir flottir laxar íDammi suður, við stólpann, svona fyrir þá sem þekkja til,“ sagði Höskuldur í vídeói sem hann birti á samfélagsmiðlum síðdegis. Raunar bættist í sarpinn og þegar Sporðaköst höfðu samband við Höskuld hafði hann séð einn lax til og það í Holunni. „Hún er í fullkomnu vatni til að veiða Holuna,“ sagði Höskuldur. Ekki hefur heyrst af löxum í Vatnsdal, Víðidal eða Miðfirði en hefðbundið er að hann mæti fyrst í Blöndu. Það eru góðar fréttir að hann sé mættur þar. Blanda opnar á mánudag.
Í Urriðafossi voru komnir sex laxar á land í dag um kvöldmatarleitið. Ingvar Stefánsson var einn þeirra sem var að veiða. Fyrsti laxinn í morgun mældist 69 sentímetrar og margir eru að velta fyrir sér hvort þetta séu smálaxar, þessir fiskar í kringum 70 sentímetrana eða litlir stórlaxar. Eins og Ingvar orðaði það. „Þetta eru vel haldnir fiskar en bara tíu sentímetrum of stuttir.“
Norðurá opnar á sunnudag og bíða margir spenntir eftir því hvað verður uppi á teningnum í Borgarfirði.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |