Tökuleysi í vestanátt er ekki þjóðsaga

Það er alþekkt að vestanátt leiðir af sér dræmari veiði. Þetta á ekki bara við um laxveiði– eða sjóbirtingsár. Þetta hefur líka heyrst frá smábátasjómönnum. Ekki taka allir undir þetta, en sjálfsagt hafa þeir bara verið að veiða þá í öðrum áttum og sloppið við vestanáttina.

Í Laxá í Kjós er að finna háþróaðan vatnsgæðamæli sem settur var þar niður í fyrravor. Mælirinn gefur margs konar upplýsingar og þar á meðal var athyglisvert að sjá hvað gerðist þegar hann var vestanstæður. Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós, er gestur í Sporðakastaspjallinu í dag og ræðir vatnsgæðin og áhugaverðar niðurstöður sem títtnefndur mælir hefur þegar veitt.

En við byrjum á að ræða sjóbirtinginn í Kjósinni sem er mikilvægur að mati Haraldar. Margir erlendir veiðimenn sækjast í að upplifa að veiða sjóbirting í laxveiðiá og það í björtu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert