Náðu tveimur þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Fyrsti laxinn úr Kjarrá sumarið 2023. Hann veiddist á Gilsbakkaeyrum …
Fyrsti laxinn úr Kjarrá sumarið 2023. Hann veiddist á Gilsbakkaeyrum og tók fallega útfærslu af Frigga. Aðstæður voru mjög erfiðar til veiða í morgun. Ljósmynd/Baldur Friggi

Fyrsti veiðidagurinn í Kjarrá rann upp í morgun. Aðstæður voru svo sannarlega ekki eins og veiðimenn hefðu kosið. Ausandi rigning gerði það að verkum að áin var ekki bara mjög vatnsmikil heldur fór hún í kakó og varð mjög lituð.

Tveir laxar komu engu að síður á land og verður það að teljast mjög góðs viti við þessar erfiðu aðstæður. Þórður Geir Þorsteinsson landaði fiski á Gilsbakkaeyrum og Örn Kjartansson náði einum í Runka. Báðir voru þessir fiskar fallegir og vel haldnir vorfiskar. Þórður Geir sem skrifaði veiðifréttir hér ámbl, fékk laxinn í rauðanFrigga og skyldi engan undra en með Þórði á stöng var Baldur nokkur Hermannsson sem hannaði og fann uppFriggan og er í dag kenndur við þessa flugu – BaldurFriggi. Enda leynir sér ekki rauða flugan í kjafti laxins sem Þórður veiddi.

Þórður Geir Þorsteinsson með fyrsta Kjarrárlaxinn. Klassískur 80 kall og …
Þórður Geir Þorsteinsson með fyrsta Kjarrárlaxinn. Klassískur 80 kall og sprikklandi ferskur. Kjarrá var afar vatnsmikil og erfið til veiða. Ljósmynd/Baldur Hermannsson

Fjórir komu á land í Þverá í morgun en þar voru aðstæður líka erfiðar en horfa til betri vegar. Veður að skána og allt upp á við. Forvitnilegt verður að sjá hvað gerist þegar vatnsmagnið sjatnar og menn fá raunverulegt stöðumat.

Hér er mikil veiðireynsla samankomin. Aðalsteinn Pétursson og Andrés Eyjólfsson …
Hér er mikil veiðireynsla samankomin. Aðalsteinn Pétursson og Andrés Eyjólfsson sem báðir hafa verið í leiðsögn í Þverá áratugum saman. Fjórir komu á land í Þverá í morgun. Ljósmynd/Starir

Norðurá óx gríðarlega í gær og hátt í tífaldaðist í vatnsmagni þegar mest var. Fór úr 13 rúmmetrum í hundrað. Það kom því veiðimönnum í morgun þægilega á óvart að þeir voru í ágætisveiði. Sex fiskar komu á land og áin mikið fljót. Vel má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni hversu Laxfoss er mikill og kröftugur.

Axel Freyr Eiríksson með smálax úr Norðurá frá því í …
Axel Freyr Eiríksson með smálax úr Norðurá frá því í morgun. Á bak við hann sést Laxfoss og það mikla vatnsmagn sem er í Norðuránni. Þessi smálax er vel haldinn. Ljósmynd/Brynjólfur

Holl sem var að ljúka veiðum í Blöndu eftir tvo daga var með þrjá laxa. Reynir Sigmundsson var í því holli og sagði hann að þeir hefðu séð meira af fiski en hann átti von á. „Við sáum alveg fisk víða en það var erfitt að fá hann til að taka. Ég var búinn að prófa nánast allt í boxinu og þá hugsaði ég með mér, hvað myndi Árni Baldursson, félagi minn, gera hér. Þá rakst ég á bláa Snældu og setti hana undir. Hann negldi hana,“ hló Reynir. Árni Baldursson er fjarri góðu gamni en hann er lagstur út í Noregi og ætlar að veiða þar megnið af sumrinu.

Reynir Sigmundsson í Blöndu með lax sem tók bláa Snældu.
Reynir Sigmundsson í Blöndu með lax sem tók bláa Snældu. Ljósmynd/Starir

Víðar berast áhugaverðar fréttir. Þannig sáust fimm laxar í gær í veiðistaðnum Gústa í Hafralónsá. Það þykir tíðindum sæta svo snemma.

Binni, eins og Brynjar Þór Hreggviðsson er alltaf kallaður með …
Binni, eins og Brynjar Þór Hreggviðsson er alltaf kallaður með einn af morgunvaktinni. Norðurá er sannkallað stórfljót í dag. Ljósmynd/Brynjar Þór Hreggviðsson

Enn eitt merkið um jákvæðar laxagöngur í upphafi sumars er sú staðreynd að selur sást ofan við Straumana. Þeir eru á eftir laxi og hefur þessi sjálfsagt komið á eftir einhverri torfunni. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert