Opnanir í Miðfirði og Laxá í Kjós

Agnar Þór Guðmundsson með 84 sentímetra lúsuga hrygnu. Nokkru áður …
Agnar Þór Guðmundsson með 84 sentímetra lúsuga hrygnu. Nokkru áður hafði hann landaði 64 sentíemtra hæng sem líka var lúsugur. Ljósmynd/Vigdís Ólafsdóttir

Nú opna laxveiðiárnar hver á fætur annarri. Laxá í Kjós og Miðfjarðará opnuðu báðar í morgun. Veruleg spenna var meðal veiðimanna hvernig myndi ganga. 

Í Kjósinni voru komnir tveir á land eftir fjörutíu mínútur. Menn voru að sjá laxa víða og töluvert magn af tveggja ára laxi er komið í ána. Sett var í þrjá stórlaxa eftir því sem leið á morguninn en veiðimenn slitu í þeim öllum eftir langar viðureignir. Það er oftast þannig að þeir stóru sleppa frekar en hinir.

Valgarður Ragnarsson með 82 sentímetra hrygnu sem hann veiddi í …
Valgarður Ragnarsson með 82 sentímetra hrygnu sem hann veiddi í Hlíðarfossi. Ljósmynd/Miðfjarðará

Samtals skilaði fyrsta vaktin í Kjósinni tveimur löxum. Margir áttu von á betri aflabrögðum en góðu fréttirnar eru þær að töluvert er af fiski í ánni.

Í Miðfjarðará komu tveir á land. Annar veiddist í Brekkulækjarstreng og var það grálúsugur fiskur. Valgarður Ragnarsson landaði fallegum tveggja ára fiski í Hlíðarfossi í Vesturá. Ekta Miðfjarðardýr eins og myndin af þeim félögum ber með sér.

Fiskar voru að sjást víða og virðist vera mikil hreyfing á honum. Staðir sem geymdu fiska í gær voru tómir í morgun og fiskur kominn í hylji þar sem ekki sást sporður í gær.

Andrew Donaldson fékk þennan í Brekkulækjarstreng og hann skartaði halalús. …
Andrew Donaldson fékk þennan í Brekkulækjarstreng og hann skartaði halalús. Nýgenginn. Ljósmynd/Miðfjarðará

Fiskur er kominn upp í Kambsfoss í Austurá og væntanlega er þess ekki langt að bíða að hann veiðist líka þar fyrir ofan.

Afar heitt er í veðri í Miðfirði í dag. Tuttugu stiga hiti og menn og fiskar að kafna úr hita.

Næstu daga eru svo Hítará, Langá, Víðidalsá, Grímsá, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum að opna, svo einhverjar séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert