Opnanir í Miðfirði og Laxá í Kjós

Agnar Þór Guðmundsson með 84 sentímetra lúsuga hrygnu. Nokkru áður …
Agnar Þór Guðmundsson með 84 sentímetra lúsuga hrygnu. Nokkru áður hafði hann landaði 64 sentíemtra hæng sem líka var lúsugur. Ljósmynd/Vigdís Ólafsdóttir

Nú opna laxveiðiárnar hver á fætur annarri. Laxá í Kjós og Miðfjarðará opnuðu báðar í morgun. Veruleg spenna var meðal veiðimanna hvernig myndi ganga. 

Í Kjósinni voru komnir tveir á land eftir fjörutíu mínútur. Menn voru að sjá laxa víða og töluvert magn af tveggja ára laxi er komið í ána. Sett var í þrjá stórlaxa eftir því sem leið á morguninn en veiðimenn slitu í þeim öllum eftir langar viðureignir. Það er oftast þannig að þeir stóru sleppa frekar en hinir.

Valgarður Ragnarsson með 82 sentímetra hrygnu sem hann veiddi í …
Valgarður Ragnarsson með 82 sentímetra hrygnu sem hann veiddi í Hlíðarfossi. Ljósmynd/Miðfjarðará

Samtals skilaði fyrsta vaktin í Kjósinni tveimur löxum. Margir áttu von á betri aflabrögðum en góðu fréttirnar eru þær að töluvert er af fiski í ánni.

Í Miðfjarðará komu tveir á land. Annar veiddist í Brekkulækjarstreng og var það grálúsugur fiskur. Valgarður Ragnarsson landaði fallegum tveggja ára fiski í Hlíðarfossi í Vesturá. Ekta Miðfjarðardýr eins og myndin af þeim félögum ber með sér.

Fiskar voru að sjást víða og virðist vera mikil hreyfing á honum. Staðir sem geymdu fiska í gær voru tómir í morgun og fiskur kominn í hylji þar sem ekki sást sporður í gær.

Andrew Donaldson fékk þennan í Brekkulækjarstreng og hann skartaði halalús. …
Andrew Donaldson fékk þennan í Brekkulækjarstreng og hann skartaði halalús. Nýgenginn. Ljósmynd/Miðfjarðará

Fiskur er kominn upp í Kambsfoss í Austurá og væntanlega er þess ekki langt að bíða að hann veiðist líka þar fyrir ofan.

Afar heitt er í veðri í Miðfirði í dag. Tuttugu stiga hiti og menn og fiskar að kafna úr hita.

Næstu daga eru svo Hítará, Langá, Víðidalsá, Grímsá, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum að opna, svo einhverjar séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert