Fyrstu laxarnir úr Hítará og Leirársveit

Henry Mountain með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2023. Laxinn …
Henry Mountain með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2023. Laxinn tók hitsaða einkrækju á Breiðinni. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Þeim fjölgar hratt laxveiðiánum sem hafa opnað. Í gær hófst veiði í Laxá í Leirársveit og kom einn lax þar á land og veiddist hann undir Laxfossi eins og algengt er í opnun. Opnunarfiskurinn var hrygna sem mældist 72 sentímetrar. Sett var í annan lax á sama stað en hann slapp. Þá sáu veiðimenn laxa í Sunnefjufossi og einnig sást lax stökkva í Eyrarfossi, að sögn Hauks Geirs Garðarssonar, leigutaka.

Hítará opnaði í morgun og fyrsti laxinn þar kom fljótlega. Hann tók hitsaða einkrækju og það var veiðimaðurinn Henry Mountain sem landaði fallegum nýrenningi. Nokkur spenna var í gangi í Hítará, þar sem hafði sést töluvert af laxi fyrir opnun. Þetta byrjaði svo sannarlega eins og menn höfðu kosið. Strax í fyrsta rennsli reisti Henry lax og annan skömmu síðar. Haraldur Eiríksson leigutaki leit á klukku sína um leið og sá þriðji negldi einkrækjuna. Hún var átta mínútur yfir. „Við tókum þessu mjög rólega. Fórum upp í hús aftur og fengum okkur kaffi. Bara mjög notaleg morgunstund,“ sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Sporðaköst þegar aðeins var liðið á morguninn.

Laxá á Ásum opnar í dag og fjölmargar aðrar fylgja í kjölfarið. 

Fyrsti laxarnir eru að mæta í Rangárnar og myndavélateljarar hafa ljóstrað upp um för þeirra.

Eftir góða fyrstu daga í laxveiðinni í Borgarfirði dró úr veiðinni, eins og við var að búast. Hins vegar hefur hlýindakafli sett strik í reikninginn. Víða hefur vatnshiti farið í fimmtán til átján gráður og þá er lítil taka í laxinum. Hinum líður þá einfaldlega eins og Íslendingi á Tenerife í 35 stiga hita. Kjör hitastig fyrir laxveiði er tíu til tólf gráðu vatnshiti. Nú þegar hlýindin eru að baki, í bili að minnsta kosti verður forvitnilegt að sjá hvort veiðin glæðist. Stórstreymt er á næstu dögum og ef allt er eðlilegt á koma töluvert af laxi í þann straum.

Hermann Svendsen með huggulegan smálax. Í baksýn er hið fornfræga …
Hermann Svendsen með huggulegan smálax. Í baksýn er hið fornfræga veiðihús við Hítará. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Uppfært klukkan 10:53 – Þáttur Svendsen bræðra

Það dró svo heldur betur til tíðinda þegar leið á morguninn í Hítará. Hermann Svendsen setti í smálax og landaði klukkan rétt rúmlega tíu. Ingvar Svendsen bóðir hans var næstur og setti í 86 sentímetra lax. Glæsilegt eintak af laxi.

....og svo kom þessi. 86 sentímetra hængur. Ingvar Svendsen virðist …
....og svo kom þessi. 86 sentímetra hængur. Ingvar Svendsen virðist sáttur. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert