Magnaður opnunardagur í Hítará

Ásgeir Einarsson lyftir tíuna laxinum í Hítará í gær. Magnaður …
Ásgeir Einarsson lyftir tíuna laxinum í Hítará í gær. Magnaður opnunardagur. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Hítará, Grímsá og Laxá á Ásum opnuðu í gær. Óhætt er að segja að Hítará bauð upp á spútnik opnun. Á fyrri vaktinni komu sjö laxar á land og það við aðstæður þar sem veiðimenn fóru sér hægt og veiddu bara á tvær stangir.

Haraldur Eiríksson, leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst að það væri bara töluvert mikið af fiski komið í Hítará. Þrír laxar veiddust eftir hádegi og skilaði því opnunardagurinn tíu löxum sem kom öllum þægilega á óvart. Flottir tveggja ára laxar í bland við lúsugan smálax voru í aflanum.

Ausuhvammur gaf þennan fallega tveggja ára lax. Freyja Kjartansdóttir kát …
Ausuhvammur gaf þennan fallega tveggja ára lax. Freyja Kjartansdóttir kát með þennan. Tökur voru grannar og líkast sem um júlíveiði væri að ræða. Ljósmynd/Sturla Birgisson

Í Laxá á Ásum sáu menn fiska á öllum svæðum. Tveir laxar komu á land og veiddust þeir í veiðistöðunum Tuma og Ausuhvammi. Sturla Birgisson rekstraraðili Ásanna sagði að þetta hefði verið líkast júlíveiði. Fiskar voru að ólga á smáflugur en tóku ekki. „Við eigum eitthvað inni. Áin mældist 16,5 gráður í gær og þær tökur sem við fengum voru letilegar.“

Búið að setja í þann fyrsta í Grímsá í gær, …
Búið að setja í þann fyrsta í Grímsá í gær, neðan við Laxfoss. Þessi kom á land og var einn þriggja sem veiddust á opnunardegi. Ljósmynd/Jón Þór

Í Grímsá komu þrír laxar á land á opnunardegi. Veiddust þeir allir fyrir hádegi og komu úr Laxfossi, Langadrátti og Strengjum. Jón Þór Júlíusson leigutaki sagði að menn hefðu séð víða fisk og nefndi hann veiðistaðina Viðbjóð og Þingnesstrengi. Góð torfa að tveggja ára fiski er undir Laxfossi og geta þau veðrabrigði sem nú eru að eiga sér haft góð áhrif á veiðina en hiti hefur verið að afgerandi áhrif á þessar opnanir.

Upp úr stendur opnunin í Hítará þar sem tíu laxar …
Upp úr stendur opnunin í Hítará þar sem tíu laxar komu á land fyrsta daginn. Jón Sæmundsson er sáttur með þessa niðurstöðu. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Fleiri laxveiðiár eru að opna næstu daga og þar horfa menn helst til Norðurlands og Víðidalsá, Vatnsdalsá og Laxá í Aðaldal byrja næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert