Lax á öllum svæðum og góð opnun

Marías Gestsson, doktor í hagfræði með fyrsta laxinn sem veiddist …
Marías Gestsson, doktor í hagfræði með fyrsta laxinn sem veiddist í Víðidalsá sumarið 2023. Ljósmynd/Ólafur Gestsson

Veiði hófst í Víðidalsá í gær og var níu löxum landað á opnunardeginum. Nokkrir misstust en sett var í laxa á öllum svæðum. Opnun var færð fram um tvo daga en áin hefur síðustu ár opnað 20. júní.

Nokkuð er síðan að lax sást í Víðidalsá og var það venju samkvæmt í Fitjaá sem er hliðará Víðidalsár. 

Aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar bílaflotinn ók frá húsi rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun. Fyrsti laxinn sumarið 2023 veiddist á þriðja svæði árinnar í veiðistaðnum Stekkjarfljóti. Þar var að verki Marías Halldór Gestsson sem fékk laxinn á Sunray Shadow með króki númer tólf. Hrygnan hans Maríasar mældist 81 sentímetri.

„Þetta var mjög gaman. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem í Víðidalsá. Ég hafði heyrt mikið um ána og stóð hún undir öllum mínum væntingum,“ sagði Marías í samtali við Sporðaköst. „Maðurinn er doktor,“ sagði Ólafur Gestsson bróðir og veiðifélagi Maríasar. „Doktor í hagfræði og hann er kominn með nýja skilgreiningu sem er svokallað ná og sjá hlutfall (e. catch and see ratio). Þetta er ný skilgreining sem hann kom með fljótlega eftir að hafa landað fiskinum. Hann montaði sig af því að vera með hæsta, ná og sjá hlutfall sem mælst hefur. En til að einfalda málið þá var þetta fyrsti laxinn sem hann sá í Víðidal og hann tók hjá honum,“ sagði Ólafur bróðir.

Reynsluboltinn í Víðidalsá, Stefán Kristjánsson með fallegan 85 sentímetra hæng …
Reynsluboltinn í Víðidalsá, Stefán Kristjánsson með fallegan 85 sentímetra hæng úr Harðeyrarstreng. Ljósmynd/Magnús Stefánsson

Fjórir laxar veiddust í Harðeyrarstreng og vakti athygli að tveir þeirra voru smálaxar og voru þeir óvenju litlir miðað við smálaxa í Víðidalsá. Einn veiddist í Torfhyl og þrír í Fitjaá.

Í heild má segja að opnunardagurinn hafi verið góður. Fjórir laxar fyrir hádegi og fimm eftir hádegi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert