Þær laxveiðisystur, Eystri og Ytri – Rangá opnuðu í dag. Fyrstu laxarnir veiddust í báðum ám fljótlega í morgun. Klukkan tvær mínútur yfir sjö tók fiskur á Rangárflúðum og sleit hann sig lausan. Þess var þó skammt að bíða að sá fyrsti kæmi á land og var honum landað 7:24, einmitt á áðurnefndum Rangárflúðum.
Sá heppni, það er veiðimaðurinn, sem dró Rangárflúðir var að þessu sinni var Þórir Örn Ólafsson og leysti hann verkefnið af stakri prýði.
Formaður veiðifélags Ytri – Rangár landaði öðrum fljótlega á eftir og tók sá á veiðistaðnum Hrafntóftum. Alls veiddust fimm fiskar fyrir hádegi og nokkrir misstust eins og gengur og gerist. Átta fiskar komu á opnunardaginn í fyrra og þótti það gott í ljósi fyrri ára. Byrjunin núna viðrist því takt við það sem var í upphafi í fyrra.
Aðeins austar voru veiðimenn líka tilbúnir í morgunsárið í Eystri ánni. Fyrsti fiskurinn sem Sporðaköst fréttu af var engin smásmíði en Jóhann Davíð Snorrason landaði 95 sentímetra fiski úr Hrafnaklettum. Glæsilegur hængur og silfurbjartur.
Uppfært klukkan 7:25
Opnunardagurinn í Eystri – Rangá skilaði níu löxum þegar upp var staðið. Ytri – Rangá var með fimm laxa og komu þeir allir fyrir hádegi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |