Einn sá stærsti á öldinni á Íslandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:08
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Rétt um klukk­an hálft tólf í morg­un setti veiðimaður í stór­an lax í Blöndu. Nán­ar til­tekið á Breiðu norður. Und­ir var svart­ur Frances hálf tomma. Veiðimaður­inn sem hélt á fimmtán feta tví­hend­unni var Gísli Vil­hjálms­son. Hon­um til aðstoðar var svo Þor­steinn Hafþórs­son. 

 Fast var tekið á fisk­in­um en hann sýndi sig ekki fyrr en eft­ir tæp­an hálf­tíma og þá úti á miðri Breiðunni. „Ég sagði strax við Gísla að þetta væri hundraðkall. Ég var bú­inn að stilla hon­um upp al­veg við Gjána en brún­in á henni er stór­hættu­leg þegar menn tak­ast á við stóra fiska. Einu sinni ætlaði hann niður á brot en Gísli stöðvaði hann. Ég er al­veg brútal og læt menn nota græj­ur sem geta ráðið við öfl­uga fiska,“ sagði Þor­steinn Hafþórs­son leiðsögumaður í sam­tali við Sporðaköst skömmu eft­ir að þeir fé­lag­ar voru bún­ir að landa þess­ari miklu skepnu. Það er enn merki­legra að hugsa til þess að þetta var hrygna. En al­geng­ara er að stærstu lax­arn­ir séu hæng­ar. 

Viður­eign­in stóð í þrjú kortér og var tekið fast á lax­in­um all­an tím­ann. Lax­inn mæld­ist 110 sentí­metr­ar og fylg­ir með mynd­band sem staðfest­ir mæl­ing­una. Það er í anda þess sem Sporðaköst hafa verið að kalla eft­ir. Á mynd­band­inu sem fylg­ir frétt­inni sést greini­lega að fisk­ur­inn stend­ur 110 sentí­metra. Gísli sem slóst við lax­inn blandaði sér í þetta. „Ég vil að það sé al­veg skýrt að Þor­steinn setti í lax­inn. Hann kastaði og setti í hann og rétti mér stöng­ina og sagði, hann er á,“ sagði Gísli. Það er ekki á hverj­um degi sem veiðimenn vilja leiðrétta hluti af þessu tagi. En það er hér með komið á hreint.

Gísli Vilhjálmsson tannlæknir með hrygnuna stæðilegu sem er ein sú …
Gísli Vil­hjálms­son tann­lækn­ir með hrygn­una stæðilegu sem er ein sú stærsta sem veiðst hef­ur á Íslandi á öld­inni. Ljós­mynd/Þ​or­steinn Hafþórs­son

Þetta er einn af stærstu löx­um sem veiðst hafa á þess­ari öld. Sum­arið 2015 veiddi Sturla Birg­is­son 112 sentí­metra lax í Vatns­dalsá og í sömu á veiddi Ingólf­ur Davíð Sig­urðsson 115 sentí­metra lax árið 2006. Ein­hverj­ir fleiri fisk­ar kunna að hafa veiðst á öld­inni í þess­um stærðarflokki en lík­ast til er þetta stærsta hrygna sem veiðst hef­ur á þess­ari öld á Íslandi.

Eft­ir ábend­ingu frá áhuga­söm­um les­anda Sporðak­asta var rifjað upp að Ásgeir Heiðar veiddi 115 sentí­metra hrygnu í Laxá í Aðal­dal snemma í júlí 2013 á Horn­flúð. Það er án efa stærsta hrygna og lík­leg­ast lax sem veiðst hef­ur á öld­inni.

Það er líka áhuga­vert í þessu sam­hengi að Ró­bert Har­alds­son setti í mjög stór­an fisk á sama stað í gær og missti hann eft­ir klukku­tíma. Hann sagðist aldrei hafa sett í svo stór­an fisk áður.

Sporðaköst óska þeim Gísla og Þor­steini til ham­ingju með þenn­an mikla feng.

Frétt­in var upp­færð klukk­an 20:19 með viðbót­ar upp­lýs­ing­um.

Gísli og Þorsteinn segja málið allt hafa verið samvinnuverkefni frá …
Gísli og Þor­steinn segja málið allt hafa verið sam­vinnu­verk­efni frá A til Ö. Steini setti í hann og Gísli slóst við hann og sam­an lönduðu þeir lax­in­um. Ljós­mynd/​Star­ir
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert